fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fókus

Svali: „Á ekkert og skulda ekkert – er enn að venjast þeirri tilhugsun”

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 5. febrúar 2018 11:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„En af hverju selduð þið íbúðina? Fáum þessa spurningu oft, og svarið er tvíþætt. Í fyrsta lagi til að klippa á strenginn heim, það er hugsunin að maður geti bara farið heim ef þetta er erfitt. Ef maður á ekki athvarf heima þá eru minni líkur á að þú hugsir um að fara heim, heldur finnur bara leið til að redda þér hér á Tenerife. ,” segir útvarpsmaðurinn Svali Kaldalóns á bloggsíðu sinni.

Svali, sem síðast starfaði á K100, flutti til Tenerife ásamt fjölskyldu sinni þann 30. desember síðastliðinn. Á bloggsíðunni skrifar hann um daglega lífið á Tenerife. Einnig má fylgjast með Svala á Snarpchat: svalik og Instagram: svalikaldalons.

„Hola Amigos, takk fyrir að lesa bloggið mitt. Gaman að finna áhuga á þessu ævintýri okkar á Tenerife. Við erum flutt í Los Cristianos og maður lifandi hvað það er frábært. Loksins farin að koma okkur fyrir og ég meira að segja mjög viljugur að fara í IKEA. Fengum snotra íbúð í íbúðarcomplex sem heitir Los Sauces. Búum þar á 3. hæð með litlar svalir með morgunsól, dásamlegum sundlaugargarði og allt til alls bara. Við erum alveg í skýjunum með þetta og mjög spennt fyrir þeim tímum sem eru framundan.

Íbúðin er seld á Íslandi og því engar fjárhagsskuldbindingar til lengur, það er verulega skrítin tilfinning. Á ekkert og skulda ekkert, er enn að venjast þeirri tilhugsun. En þrátt fyrir að vera búin að selja heima þá erum við ekki á þeim buxunum að fara að kaupa hér á næstunni. Verðum í leigu fyrstu tvö árin að minnsta kosti.

En af hverju selduð þið íbúðina? Fáum þessa spurningu oft, og svarið er tvíþætt. Í fyrsta lagi til að klippa á strenginn heim, það er hugsunin að maður geti bara farið heim ef þetta er erfitt. Ef maður á ekki athvarf heima þá eru minni líkur á að þú hugsir um að fara heim, heldur finnur bara leið til að redda þér hér á Tenerife. Gerum okkur grein fyrir því að við eigum eftir að fara í gegnum öldudali hvað þetta varðar, en þetta var ákvörðunin og við stöndum við hana. Og á hinn bóginn er gott að vera ekki með neinar skuldbindingar á klakanum, skulda engum banka neitt á okur vöxtum. Er svo sannfærður um að við eigum eftir að uppskera vel, læra nýtt tungumál, nýja siði og búa í öðru loftslagi. Mér finnst þetta hljóma bara eins og gott plan.

Fór í fyrstu ferðina á vegum Vita á sunnudaginn(4.feb) og var gengið niður Masca gilið. Algjörlega frábær ganga, erfið á fótinn fyrir marga. Gengur niður úr 650 m hæð í 7 km. En erfiðast við gönguna er sennilega allt bröltið. Þetta er ekki manngerður stígur, heldur náttúrulegur stígur ef stíg skildi kalla. En ég mun vera með fleiri gönguferðir við allra hæfi og er í raun nú þegar búinn að setja nokkrar slíkar saman. En svo er auðvitað hjóla-hlaupa og gera allt hitt fólkið hér líka og við erum að búa til leiðir svo að fólk geti komið hingað og gert allt þetta skemmtilega með íslenskri fararstjórn.
Spænskunámið fer að hefjast, misstum af fyrsta námskeiði sem hófst í byrjun janúar, en við hendum okkur á það næsta sem hefst eftir sirka tvær vikur. Gaman að segja frá því að við erum líka búin að sækja um í skóla, sem er við hliðina á okkur, til að læra spænskuna almennilega, en það byrjar ekki fyrr en næsta haust og þá þrisvar í viku allan veturinn. Þannig að styttri námskeið verða að duga þangað til.”

Blogsíða Svala

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Einbýlishús á einstökum stað til sölu – „Konfekt fyrir augun“

Einbýlishús á einstökum stað til sölu – „Konfekt fyrir augun“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sirrý um erfiða tíma – „Út frá því fékk ég hugrekkið til að segja upp vinnunni minni”

Sirrý um erfiða tíma – „Út frá því fékk ég hugrekkið til að segja upp vinnunni minni”
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta fannst lesendum DV um Skaupið

Þetta fannst lesendum DV um Skaupið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ferðamaður lét kuldann ekki stöðva sig við Skógafoss – Myndbandið hefur fengið yfir 17 milljónir áhorfa

Ferðamaður lét kuldann ekki stöðva sig við Skógafoss – Myndbandið hefur fengið yfir 17 milljónir áhorfa
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skiptar skoðanir á Skaupinu – „Ég var ekki alveg sátt“ – „Man ekki eftir að hafa hlegið jafn mikið“

Skiptar skoðanir á Skaupinu – „Ég var ekki alveg sátt“ – „Man ekki eftir að hafa hlegið jafn mikið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“