Félagarnir Tom Hardy og Leonardo DiCaprio léku saman í kvikmyndinni The Revenant sem kom út árið 2015. Á þeim tíma veðjaði Hardy því við DiCaprio að hann yrði ekki tilnefndur til Óskarsverðlauna sem besti leikari í aukahlutverki.
Í viðtali við Esquire sagði Hardy að ef hann tapaði veðmálinu yrði hann að fá sér húðflúr, sem DiCaprio myndi velja.
Hins vegar kom á daginn að Hardy fékk tilnefningu, sem þýddi það að hann tapaði eigin veðmáli.
Og húðflúrið sem DiCaprio valdi? Jú að sjálfsögðu „Leo knows everything“ eða „Leo veit allt.“
Ekkert hefur síðan frést af því hvort að Hardy stóð við veðmálið, þangað til á sunnudag þegar aðdáandi póstaði mynd af sér með Hardy á Instagram. Á myndinni sést flúrið greinilega.