Nígeríumaðurinn Prof Akoma virðist hafa fallið kylliflatur fyrir Ísland og hefur gefið út tvö lög um dvöl sína hér á landi. Tónlistarmaðurinn segir á heimasíðu sinni að hann búi á Ítalíu og virðist styðja sjálfstætt ríki Bíafra eindregið.
Fyrra lagið heitir einfaldlega „Ég elska Ísland“, meðan hitt heitir: „Velkominn til Íslands“. Vísir greindi fyrst frá lögum Akoma og er ljóst að hér er á ferðinni einn mesti Íslandsvinur sem þjóðin hefur eignast. Hér fyrir neðan má sjá og heyra lögin hans Akoma.
[youtube https://www.youtube.com/watch?v=0z5WkUfJgmc&w=560&h=315]
[youtube https://www.youtube.com/watch?v=9Gq9WjQWo_I&w=560&h=315]