fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Fókus

Svandís fann fallega leið til að komast í gegnum sáran móðurmissi

Auður Ösp
Mánudaginn 22. janúar 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég held að þetta sé sennilega það erfiðasta sem ég hef gengið í gegnum. En í leiðinni var þetta ótrúlega gefandi tími vegna þess að við deildum saman löngum stundum og töluðum um allt og ekkert,lífið og tilveruna og hlógum og grétum,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra um leið og hún rifjar upp sáran missi, en móðir hennar Jónína lést langt fyrir aldur fram úr magakrabbameini. Þær mæðgur voru afar nánar og gerðu þær með sér ákveðið samkomulag um hvernig þær ætluðu að halda sambandi eftir að Jónína væri fallin frá.

„Hún var mér mikil fyrirmynd í því að lífið væri flóknara heldur en verkefni dagsins. Stundum skipti húmorinn meira máli, tónarnir og ljóðin og þessar heimspekilegu hliðar tilverunnar. Þannig var hún mér mjög sterk fyrirmynd,“ segir Svandís í viðtali við Mannamál.

„Hún var ofboðslega mikil vinkona mín og ég gat eiginlega ómögulega séð fram úr því að vera án hennar. Svo bara þrælar maður sér í gegnum það,“ bætir hún við.

„Við fundum ákveðna leið til að vera áfram í sambandi og við töluðum um það. Ég sagði við hana þegar við vorum að ganga í gegnum þetta: „Ég get ekkert verið án þín.“ Ég sá ekkert í gegnum það. Ég sagði: „Hvernig á ég að fara í það að undirbúa jól?“ Þá sagði hún: Þá verður þú að kaupa lítra af Gammeldansk.“ Vegna þess að hún var gjarnan með pela af Gammeldansk í aðdraganda jóla, sem var hellt í tappa í gegnum baksturinn og vökunæturnar yfir rjúpunum. Þannig að þetta var hennar leið, hennar húmor að segja þetta. Sem ég hef nú gert af skyldurækni og stundum lent í vandræðum með þessa stóru flösku.

En svo sagði hún: „Ég er alveg viss um að við finnum leið.“ Og okkar niðurstaða var sú að þegar ég sé maríuerlu þá minnir hún mig á mömmu. Og við höfum það þannig að þá sé hún að minna á sig.“

Svandís segir að það hafi verið henni ákveðin leið í gegnum leik, ljóðrænu og húmor að móðir hennar minni á sig og hún muni eftir henni.

„Og þessi yndisfallegi fugl sem er meira að segja í höfuðið á Maríu guðsmóður hefur verið mín leið til að komast í gegnum móðurmissi.“

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=DZaGhG0hvvI&w=600&h=400]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna