Skíðakappinn Candide Thovex lætur snjóleysi ekki stöðva sig
Franski atvinnuskíðamaðurinn Candide Thovex fer ekki troðnar slóðir við iðkun íþróttar sinnar og í nýrri auglýsingu fyrir bílaframleiðandann Audi skíðar hann um heiminn og lætur skort á snjó ekki stöðva sig. Ísland er fyrirferðarmikið í auglýsingunni, sem er einstaklega falleg fyrir augað.
Thovex er 35 ára gamall og hefur verið atvinnumaður síðan hann var 14 ára. Auglýsingin er fyrir Audi Quattro og ber yfirskriftina #AllConditionsArePerfectConditions eða Allar aðstæður eru kjöraðstæður.