fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Fókus

Jógvan tekur kjötuætu-janúar með trompi

Mælir hiklaust með átakinu en ætlar ekki að breyta því í lífsstíl

Björn Þorfinnsson
Laugardaginn 13. janúar 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn af frumkvöðlum átaksins er Ævar Austfjörð, kjötiðnaðarmaður og heilsutæknir, sem tók kjötuætu-janúar föstum tökum í fyrra. Það gaf góða raun og síðan hefur átakið þróast út í lífsstíl sem vakið hefur talsverða athygli. „Það er erfitt að skjóta á tölur en ég myndi telja að um 50–100 manns séu að taka þátt af krafti. Aðrir ganga kannski ekki eins langt en hafa þó stóraukið kjötneyslu í mánuðinum,“ segir Ævar.

Eins og nafnið gefur til kynna þá snýst átakið um að borða helst rautt kjöt í flest mál þó að einnig sé í góðu lagi að borða fisk og kjúkling og jafnvel kolvetnalágar dýraafurðir eins og ost og smjör. „Þetta snýst að mestu leyti að sneiða hjá kolvetni og plöntum. Ég mæli sterklega með þessu,“ segir Ævar sem segist ná betri árangri í ræktinni og upplifi betri líðan.

Einn af þátttakendum í átakinu er tónlistarmaðurinn góðkunni Jógvan Hansen. „Ég byrjaði 2. janúar og hef staðið mig nokkuð vel,“ segir Jógvan. Hann tekur sem dæmi að morgunmaturinn hans hafi verið steikt hakk og hafi heimilisfólk gert athugasemdir við að Cheerios-ið hans liti einkennilega út. „Þetta er samt nokkuð strembið, sérstaklega af því að ég elska kolvetni og þá sérstaklega allt sem hægt er að gera með kartöflur. Ef ég fengi val um kjöt eða kartöflur á eyðieyju þá er ég ekki viss um hvað ég myndi velja,“ segir Jógvan en bætir hlægjandi við að þá yrði að sjálfsögðu steikingarpottur að fylgja með jarðeplunum.

„Ég átti mjög auðvelt með að sleppa öðru grænmeti og ávöxtum. Ég er alinn upp við fisk og kjöt í Færeyjum og hef ekki sterka tengingu við grænmeti eða hrísgrjón. Þetta höfðaði því frekar til mín en til dæmis veganúar,“ segir Jógvan, sem segist hafa gaman af því að taka þátt í öfgafullum áskorunum.

Jóvgan segist þó hafa staðist raunina að mestu leyti en þó hafi hann aðeins svindlað varðandi neyslu áfengra drykkja. „Það er mikið um veislur í kringum mig og því hefur maður aðeins laumast í bjór eða léttvín en í mjög litlu magni,“ segir hann.
Hann segist finna fyrir jákvæðum áhrifum af átakinu. „Ég fann fyrir smá svima og sleni fyrstu dagana en síðan komst ég yfir það og er bara mjög hress núna. Ég mæli hiklaust með þessu átaki en ég efast stórlega um að þetta verði lífsstíll hjá mér,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Heimsins stærsta hittir heimsins minnstu – „Við eigum nokkuð sameiginlegt“ 

Heimsins stærsta hittir heimsins minnstu – „Við eigum nokkuð sameiginlegt“ 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona er að heimsækja fanga á Litla-Hraun: Birna fer í gegnum fyrstu heimsóknina sem var bæði átakanleg en góð

Svona er að heimsækja fanga á Litla-Hraun: Birna fer í gegnum fyrstu heimsóknina sem var bæði átakanleg en góð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Líflegar umræður á Matartips eftir að ostaunnandi bað um ráð

Líflegar umræður á Matartips eftir að ostaunnandi bað um ráð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“