fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Fókus

Hallgrímur: „Því eru vonbrigðin sár“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Þriðjudaginn 9. janúar 2018 23:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur gengið á ýmsu í samfélaginu árið 2017. #Metoo-byltingin hefur haft gríðarleg áhrif, þá féll ríkisstjórn og önnur reis í staðinn. Hér ætlum við ekki að fjalla um samfélagsmál nema að hluta. Hér tjá þekktir Íslendingar sig um sínar verstu stundir á árinu og þær bestu. Sumir opna sig um erfiðan missi, kynferðislega áreitni og árásir á netmiðlum. Þá opna hinir þekktu Íslendingar sig um ný líf, börn, barnabörn og getur einn fyrrverandi þingmaður ekki beðið eftir að verða amma. Myrkur og ljós í lífi þekktra Íslendinga á árinu.

Hallgrímur Helgason rithöfundur

Jól haldin í skýjunum

Vonbrigðin með kosningarnar, baráttuna og úrslitin. Hvernig þetta fór að snúast um allt annað en það mikilvæga mál sem felldi stjórnina. Og svo vonbrigðin með VG, að þau skuli hafa kosið þetta kompaní í stað þess að reyna til þrautar að mynda stjórn með flokkum sem eru þó allavega stjórnmálaflokkar en ekki hagsmunabjörg. Það breytir enginn bjargi, sama hversu bjartsýnt fólk er. Þetta svar á víst að vera á persónulegum nótum en ekki pólitískum, en þetta með VG snertir mann samt persónulega því margt af þessu fólki er manni svo kært og margir góðir kunningjar þarna. Því eru vonbrigðin sár.

Skemmtilegt ár að baki, fullt af fjöri, ferðalögum innri og ytri, skrifum, sýningum, verðlaunum, útgáfum og frábæru ljóðabókaflóði. Áttum góðar stundir í Hollandi í sumar, með krökkunum á EM kvenna, þar sem við villtumst til dæmis alls óvart inn á Michelin-stað í miðjum hjólatúr um uppsveitir Brabant-sýslu með skondnum afleiðingum. „Merkja þetta betur, Skúli minn,“ var setning sem átti þar vel við með öfugum formerkjum, en þjónarnir sögðu staðinn „ekki vilja monta sig“ af stjörnunum frægu. Það sem toppar þó allt er að okkur Öglu tókst loks að verða ólétt á þessu ári og meðgöngunni lauk með þvílíkum glæsibrag nú rétt fyrir jól: Laust eftir miðnætti þann 18. desember kom lítil stúlka í heiminn, fögur, spræk og sérlega hárprúð (!). Þessi jól verða því haldin í skýjunum og maður er alveg búinn að gleyma því hvaða fólk er í ríkisstjórn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Heimsins stærsta hittir heimsins minnstu – „Við eigum nokkuð sameiginlegt“ 

Heimsins stærsta hittir heimsins minnstu – „Við eigum nokkuð sameiginlegt“ 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona er að heimsækja fanga á Litla-Hraun: Birna fer í gegnum fyrstu heimsóknina sem var bæði átakanleg en góð

Svona er að heimsækja fanga á Litla-Hraun: Birna fer í gegnum fyrstu heimsóknina sem var bæði átakanleg en góð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Líflegar umræður á Matartips eftir að ostaunnandi bað um ráð

Líflegar umræður á Matartips eftir að ostaunnandi bað um ráð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“