Árið hefur verið viðburðaríkt hjá systkinunum Magnúsi Ólafi Garðarssyni og Völu Garðarsdóttur.
Magnús Ólafur hefur staðið í ströngu í tengslum við fall umdeildasta fyrirtækis landsins, United Silicon, sem og meintan vítaverðan akstur á Tesla-glæsibifreið sinni. Magnús Ólafur er grunaður um stórfellt auðgunarbrot og skjalafals á meðan hann starfaði fyrir United Silicon og stendur rannsókn málsins yfir.
Vala hefur undanfarin misseri stýrt fornleifauppgreftri á Landsímareitnum. Þar er ráðgert að byggja upp glæsilegt hótel en þær fyrirætlanir hafa fallið í grýttan jarðveg hjá hópi sem kallar sig Varðmenn Víkurgarðsins.
Um mikið tilfinningamál er að ræða og hefur Vala tekist hart á við talsmenn Varðmanna. Á dögunum steig hún fram og sakaði ónafngreinda menn innan hópsins um að hafa kallað hana „unga sæta fornminjafræðinginn“ og klipið hana svo í rassinn. Ekki eru öll kurl komin til grafar í málinu.