Már, Geir og Jón léku fyrir gesti Ljósanætur
Tónlistarmennirnir Már Gunnarsson, Geir Ólafsson og Jón Jónsson buðu ásamt fleirum upp á tónleika á Ljósanótt. Um var að ræða heimatónleika, þar sem íbúar buðu fólki heim í tónlistarveislu.
Már, sem er 17 ára gamall og búsettur í Reykjanesbæ, bauð gestum heim til sín, þar sem hann flutti eigin tónlist. Geir Ólafsson kom einnig fram og flutti lög eins og honum einum er lagið.
Nokkrum húsum frá var poppstjarnan, hagfræðingurinn og fótboltastjarnan Jón Jónsson með gítarinn sinn og tók lagið.
Már Gunnarsson var í viðtali hjá DV á föstudag, daginn sem tónleikarnir fóru fram.