fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fókus

OJ Simpson verður frjáls maður á mánudag

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 28. september 2017 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn og ruðningskappinn fyrrverandi OJ Simpson verður að líkindum frjáls maður á mánudag. Skilorðsnefnd úrskurðaði fyrir skemmstu að OJ, sem dæmdur var í allt að 33 ára fangelsi árið 2008 fyrir vopnað rán og mannrán, gæti fengið reynslulausn.

AP-fréttastofan greinir frá því að vinna yfirvalda í Nevada vegna skilorðsins sé nú á lokametrunum og flest bendi til þess að hann öðlist frelsi eftir helgi.

OJ Simpson hefur í meira lagi átt skrautlega ævi en hann var frábær íþróttamaður í NFL-deildinni á sínum tíma. Þá öðlaðist hann nokkra frægð sem leikari eftir að íþróttaferlinum lauk. Þá var hann ákærður fyrir morð á fyrrverandi eiginkonu sinni, Nicole Brown Simpson og vini hennar, Ron Goldman. OJ var síðar sýknaður eins og frægt er orðið.

Hann komst síðan í kast við lögin árið 2007 þegar hann var ákærður fyrir vopnað rán og mannrán í Las Vegas. Hann, ásamt hópi manna, ruddist vopnaður inn á Palace Station-hótelið og rændi verðmætum íþróttaminjagripum.
Hann var dæmdur í allt að 33 ára fangelsi fyrir ránið en samkvæmt dómnum gat hann sótt um reynslulausn að níu árum liðnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur
Fókus
Í gær

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“