fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Ryan Gosling orðaður við Indiana Jones

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 27. september 2017 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kanadíski stórleikarinn Ryan Gosling hefur farið þess á leit að hann fái hlutverk í nýrri mynd um ævintýramanninn Indiana Jones. Frá þessu greindi Gosling í viðtali við E! News.

Disney, sem á réttinn að þessum vinsælu myndum, er með nýja mynd í undirbúningi en verkefnið er á algjöru frumstigi. Alls hafa fjórar myndir komið út; 1981, 1984, 1989 og 2008 og hefur Harrison Ford farið með hlutverk Indy, Indiana Jones, í þeim öllum.

Í viðtali við E! News sagðist Gosling vera að vinna í því að fá hlutverk í myndinni en alls óvíst er hvert það hlutverk verður. Í myndinni The Kingdom of the Crystal Skull lék Shia LaBeouf son Indiana Jones, Henry, og gæti Gosling mögulega hentað í það hlutverk.

Þess má að lokum geta að Ford og Gosling leika báðir í myndinni Blade Runner 2049 sem verður frumsýnd innan nokkurra daga í kvikmyndahúsum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“