fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fókus

Ný plata frá Ringo

Kolbrún Bergþórsdóttir
Laugardaginn 23. september 2017 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ringo Starr fagnaði 77 ára afmæli sínu á dögunum. Hann sendi nýlega frá sér plötu, Give More Love, og í tveimur laganna leikur Paul McCartney á bassagítar. Þeir félagar halda enn vináttu. Ringo segir að þeir sitji hins vegar ekki saman og tali um að nú séu bara þeir tveir eftir af Bítlunum.

Ringo segist sakna John Lennon og George Harrison. Hann segir að kynnin af John, George og Paul hafi verið eins og að eignast bræður. „Við þekktumst svo vel. Við bjuggum saman. Við pössuðum upp á hver annan og studdum hver annan. Og rifumst.“ Af öllum plötum Bítlanna segist Ringo vera stoltastur af Hvíta albúminu, þar hafi þeir félagar verið að gera það sem þeir gerðu best.

Olivia Harrison, ekkja George Harrison, fann nýlega gamlan texta lags sem heitir Hey Ringo sem Harrison samdi um félaga sinn. Hún lét ramma textann inn og gaf Ringo sem segist hafa komist við. Í textanum er að finna orðin: „Ringo, ég vil að þú vitir að án þín leikur gítarinn mun hægar.“ Ringo var við sjúkrabeð Harrison í Sviss á síðustu vikunum sem hann lifði.

Ringo er grænmetisæta og hugleiðir á hverjum degi. Hann hefur verið kvæntur leikkonunni Barböru Bach síðan 1981.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur
Fókus
Í gær

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“