Leikkonan, handritshöfundurinn og uppistandarinn Saga Garðarsdóttir á von á barni með unnusta sínum, Snorra Helgasyni. Árið hefur því verið einstaklega hamingjuríkt fyrir Sögu og Snorra en krílið er væntanlegt í heiminn snemma á næsta ári. Saga ætlar ekki að sitja auðum höndum á meðgöngunni og hefur meðal annars tekið að sér að vera dómari fyrir handritakeppni leikfélags Menntaskólans í Kópavogi. Þá segir sagan að parið hlakki mikið til að takast á við foreldrahlutverkið og vilji láta óska sér til hamingju.