Í hinum íslenska bókmenntaheimi hefur ekki verið til siðs að lofa Framsóknarflokkinn. Nú eru breyttir tímar því bókafólk ber mikið lof á þingmann Framsóknarflokksins, Lilju Alfreðsdóttur, eftir að hún greindi frá því að hún ætli að leggja fram frumvarp um að virðisaukaskattur á bækur verði aflagður. Þetta hefur í langan tíma verið sérstakt baráttumál bókaútgefenda sem fagna því nú mjög að jafn öflugur þingmaður og Lilja beiti sér í málinu. Því má segja að bókamenn og Framsóknarflokkurinn hafi loks fallist í faðma.