fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Fókus

Jón Gnarr um áfallið árið 2010: „Ég var bara búinn að vera borgarstjóri í nokkra mánuði þegar þetta gerðist“

Kolbrún Bergþórsdóttir
Fimmtudaginn 14. september 2017 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flest sem Jón Gnarr tekur sér fyrir hendur vekur athygli landsmanna. Kolbrún Bergþórsdóttir hitti hann á dögunum og meðal annars var spjallað um pólitík og bókmenntir, en Jón verður með bók í jólabókaflóðinu.

Í viðtali í helgarblaði DV ræddi Jón einnig um móðurmissinn árið 2010. Hér að neðan birtist brot úr viðtalinu.


Þegar þú lítur til baka hvernig minnist þú árana þegar þú varst borgarstjóri?

„Fyrir mér voru þetta tvo tímabil. Fyrstu tvö árin og seinni tvö árin. Það sem var mér persónulega erfitt var að fyrstu jólin dó mamma og það hafði djúpstæð áhrif á mig. Pabbi dó 2008. Dauði mömmu var eðlilega áfall fyrir mig en ég var ekki í aðstæðum til að syrgja hana. Það varð að huga að fjárhagsáætlun borgarinnar og fleiri hlutum sem vissulega voru mikilvægir og alvarlegir en skiptu mig samt ekki jafn miklu máli og það að mamma var ekki lengur til.

Ég var bara búinn að vera borgarstjóri í nokkra mánuði þegar þetta gerðist. Fyrstu tvö árin voru erfið en seinni hlutinn var miklu auðveldari. Þá var ég búinn að ná sterkari tökum á starfinu og kominn yfir þetta áfall.

Ég kom inn í stjórnmál sem ég hafði aldrei verið þátttakandi í og gerði mér litla grein fyrir stjórnmálamenningu á Íslandi og stjórnkerfinu. Það var ákveðið sjokk að koma allt í einu inn á vettvang þar sem ég var að vinna með og takast á við stjórnmálafólk og skipulagða stjórnmálaflokka.

Ég get alveg skilið að það fari fyrir brjóstið á fólki sem vinnur í stjórnmálum og hefur þau jafnvel að ævistarfi þegar allt í einu birtist þar jólasveinn eins og ég sem augljóslega er utanveltu. Það er skiljanlegt að einhverjum svíði það. Mér fannst spennandi tækifæri að prófa þetta og takast á við verkefni sem ég hafði aldrei tekist á við áður.

Á þessu tímabili lærði ég ótrúlega mikið varðandi rekstur. Ég fór í mikla og flókna fjármálavinnu sem ég hef svosem ekki tekist mikið á við áður. Mér fannst það mikil áskorun. Ástandið var gríðarlega snúið eftir hrunið, ekki síst varðandi Orkuveituna. Þarna voru fundir sem náðu tuttugu klukkutímum. Ég man eftir dögum þar sem fólk var með dýnu og svefnpoka í Ráðhúsinu. Það lá yfir skjölum og skýrslum og lagði sig í klukkutíma og hélt síðan áfram að vinna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Varpa ljósi á síðustu augnablik Liam Payne – Pantaði vændiskonur og fíkniefni

Varpa ljósi á síðustu augnablik Liam Payne – Pantaði vændiskonur og fíkniefni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segist vera hársbreidd frá því að hefja kynferðislegt samband með systur sinni

Segist vera hársbreidd frá því að hefja kynferðislegt samband með systur sinni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór að leita að norðurljósum á Íslandi en fann nokkuð enn sjaldséðara

Fór að leita að norðurljósum á Íslandi en fann nokkuð enn sjaldséðara
Fókus
Fyrir 3 dögum

Opinbera kyn fyrsta barnabarns auðkýfingsins Róberts Wessman

Opinbera kyn fyrsta barnabarns auðkýfingsins Róberts Wessman