fbpx
Laugardagur 30.nóvember 2024
Fókus

Magnús selur glæsihýsið sem hann keypti af Ólafi Ólafssyni: Tómstundaherbergi, vínherbergi og gufubað – Sjáðu myndirnar

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Fimmtudaginn 14. september 2017 13:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiríkur Jónsson greindi frá því á eirikurjonsson.is að Magnús Ólafur Garðarsson fyrrverandi forstjóri og stofnandi United Silicon hafi keypt einbýlishús Ólafs Ólafssonar og Ingibjargar Kristjánsdóttur við Huldubraut í Kópavogi. Á fasteignavef Morgunblaðsins segir að húsið sé tveggja hæða en í raun er þar þriðju hæðina að finna en í húsinu er niðurgrafinn kjallari. Í honum er að finna tómstundaherbergi, vínherbergi, gufubað, líkamsræktaraðstöðu, sturta og heitur pottur.

Í frétt Eiríks mátti ætla að Magnús hefði nýverið fest kaup á húsinu en hið rétta er að Magnús keypti húsið í maí 2015. Magnús hefur nú sett húsið á sölu og vill 150 milljónir. Magnús stendur í ströngu þessa dagana. Hann er grunaður um refsiverða háttsemi en stjórn United Silicon hefur sent kæru til Embættis héraðssaksóknara. en Magnús er grunaður um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals. Í frétt á mbl.is kom fram að upphæðin sem Magnús er grunaður um að hafa dregið sér, sé 500 milljónir.

DV hefur áður fjallað um Magnús en í vor greindi dv.is frá því að Magnús hefði verið ákærður af Héraðssaksóknara, grunaður um vítaverðan akstur og valdið umferðarslysi á tvöföldum kafla Reykjanesbrautarinnar. DV ræddi við Magnús þann 3. mars og þvertók Magnús þá fyrir að hafa verið handtekinn.

„Ég bað lögregluna um far í vinnuna,“ sagði Magnús þegar hann var spurður hvers vegna lögreglan hefði ekið honum af slysstað. Hann kunni engar skýringar á því af hverju lögreglan vistaði hann í fangaklefa meðan á frumrannsókn málsins stóð. Síðan þá hefur bifreiðin verið í vörslu lögreglu. Magnús taldi að upplýsingum hefði verið lekið til DV og kærði lögregluna og hafa blaðmaðurinn Atli Már og ritstjórar DV verið yfirheyrðir vegna þess máls og rétt að taka fram að DV gefur aldrei upp sína heimildarmenn.

Hittust ekki

Magnús er skráður til heimilis í Danmörku og ekki kemur fram hvað hann greiddi fyrir húsið á afsali. Ólafur og Ingibjörg áttu húsið um árabil og bjuggu þar með börnum sínum. Húsið stóð síðan tómt í nokkurn tíma þar til ákvörðun var tekin árið 2015 að selja eignina. Magnús og Ólafur hittust ekki til að ganga frá kaupunum. Ólafur og Ingibjörg fólu Heimis Sigurðssyni ótakmarkað umboð til að selja húsið en Magnús veitti hæstaréttarlögmanninum Friðbirni Garðarssyni umboð til að ganga frá kaupunum.

Morgunblaðið greinir frá því að eignin sé nú til sölu. Þar kemur fram að húsið er 304 fermetrar og byggt árið 1994. Ólafur keypti það árið 1996. Húsið er vandað og á tveimur hæðum á besta stað með fallegu útsýni yfir Nauthólsvík.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Varpa ljósi á síðustu augnablik Liam Payne – Pantaði vændiskonur og fíkniefni

Varpa ljósi á síðustu augnablik Liam Payne – Pantaði vændiskonur og fíkniefni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segist vera hársbreidd frá því að hefja kynferðislegt samband með systur sinni

Segist vera hársbreidd frá því að hefja kynferðislegt samband með systur sinni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór að leita að norðurljósum á Íslandi en fann nokkuð enn sjaldséðara

Fór að leita að norðurljósum á Íslandi en fann nokkuð enn sjaldséðara
Fókus
Fyrir 3 dögum

Opinbera kyn fyrsta barnabarns auðkýfingsins Róberts Wessman

Opinbera kyn fyrsta barnabarns auðkýfingsins Róberts Wessman