„Í kjölfar sorglegs og óvænts fráfalls Eiríks Inga Grétarssonar hefur verið hrundið af stað söfnun fyrir fjölskyldu hans. Eiríkur var 49 ára og lætur eftir sig sambýliskonu til 22 ára, Önnu Lilju Flosadóttir, og tvær dætur á unglingsaldri. Fjölskyldan missti heimilið sitt á Íslandi í vor og ákvað að flytja til Spánar í þeirri von að geta hafið nýtt líf þar. Eftir einungis fjóra daga á Spáni varð Eiríkur hins vegar bráðkvaddur.“
Þetta segir bróðir Eiríks, Jón Páll Grétarsson sem hefur hrundið af stað söfnun fyrir fjölskylduna á þessum erfiðu tímum. Staðan sem mæðgurnar eru nú í verður vart lýst í orðum. Þá er fjölskyldan eigna- og tekjulaus en fjölskyldan hafði látið sig dreyma um betra líf erlendis, þess í stað takast þau nú á við sína erfiðustu daga með lítið sem ekkert á milli handanna. Jón Páll segir:
„Fyrir utan þrautagönguna sem áfallið er mæðgunum þurfa þær að standa straum af kostnaði við útför og allt sem því fylgir auk þess sem þær þurfa stuðning til að koma undir sig fótunum á ný.
Aðstandendur söfnunarinnar hvetja sem flesta til þess að leggja sitt af mörkum, margt smátt gerir eitt stórt. Söfnunarreikningur mæðgnanna í umsjón bróður Eiríks. Deilið að vild. “
0140-05-72170, kt. 260664-3879.