fbpx
Laugardagur 30.nóvember 2024
Fókus

Húsráð sem allir ættu að þekkja

Svona gerir þú hvíta þvottinn enn hvítari

Kristín Clausen
Föstudaginn 1. september 2017 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Húsráð og önnur nytsamleg úrræði eru af ýmsum toga. Hér má sjá lista yfir ýmis atriði sem eru sett fram með það að markmiði að auðvelda fólki daglegt amstur, hvort sem er við matseld eða í netvafri á sólarströnd.

Bleyttu baunirnar.
Poppkorn Bleyttu baunirnar.

Ef þú leggur poppbaunir í vatn, í örstutta stund, áður en þú poppar þær í potti þá tekur töluvert styttri tíma að poppa. Að auki munu færri baunir sitja eftir ópoppaðar en ella.

Þegar mexíkóskar taco-skeljar eru á boðstólum við matarborðið þá er sniðugt, og dregur úr subbuskapnum, að leggja salatblað inn í taco-skelina. Ástæðan er einföld. Þegar skelin brotnar þá fer innihaldið ekki út um allt heldur helst í salatblaðinu.

Ekki örvænta þótt hún brenni við.
Sósa Ekki örvænta þótt hún brenni við.

Ef þú brennir sósuna óvart við pottinn þá er óþarfi að gefast upp. Þú getur hellt sósunni yfir í annan pott og haldið áfram að sjóða hana þar. Bættu smá sykri út í sósuna. Hann kemur í veg fyrir að það komi brunabragð af sósunni.

Það getur verið kúnst að skera piparinn.
Chili-pipar Það getur verið kúnst að skera piparinn.

Ef þú ert ekki með hanska við höndina þegar þú skerð chili-pipar þá er mjög góð hugmynd að löðra hendurnar í olíu áður en þú byrjar að skera.

Ef þú þarft að mýkja smjör sem hefur verið í ísskáp þá er sniðugt að setja það inn í smjörpappír og fletja það rólega út með bökunarkefli.

Settu símann í lítinn plastpoka.
Snjallsímanotkun á ströndinni Settu símann í lítinn plastpoka.

Mynd: Mynd: Photos

Ef þú ert á leiðinni á sólarströnd þá er tilvalið að setja snjallsímann í glæran plastpoka. Það heldur sandinum fjarri og þú getur notað símann á meðan hann er í pokanum.

Sniðugt er að hengja banana upp svo ekki komi brúnir blettir í þá.
Bananar Sniðugt er að hengja banana upp svo ekki komi brúnir blettir í þá.

Settu lítinn krók í eldhúsinnréttinguna. Þar getur þú hengt upp banana og það kemur í veg fyrir að brúnir blettir myndist á þeim.

Vissir þú að það er leikur einn að fjarlægja svartar rákir eftir skó á parketi með því að strjúka yfir þær með tennisbolta.

Það er vel hægt að nota sléttujárn til að ná á erfiðustu staðina á flíkum þegar þær hafa verið straujaðar með straujárni, til dæmis í kringum tölur og kraga.

Nú getur þú gert hvíta þvottinn enn hvítari.
Hvít handklæði Nú getur þú gert hvíta þvottinn enn hvítari.

Ef vilt að hvíti þvotturinn verði enn hvítari þá er sniðugt að nota sítrónusafa. Hálfur bolli af sítrónusafa með hvítu handklæðunum og þau koma enn hvítari úr þvottavélinni.

Tréhúsgögn eru viðkvæm fyrir rispum og núningi. Á þau er hægt að nota skóáburð í svipuðum lit, þá kemur glansinn og liturinn aftur.

Ef þig langar að hlusta á tónlist í símanum, en ert ekki með hátalara, prófaðu þá að setja símann ofan í glas eða skál og sjáðu hvað gerist.

Meinhollt og gott í matargerð.
Avókadó Meinhollt og gott í matargerð.

Mynd: © 2007 Oliver Hoffmann

Vissir þú að það er vel hægt að frysta avókadó. Þegar búið er að nota það sem þarf af ávextinum er hægt að geyma avókadóið í frysti þar til næst.

Meira um avókadó. Þú getur notað það í staðinn fyrir smjör í margar uppskriftir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Nældu þér í síðasta bókakonfektið

Nældu þér í síðasta bókakonfektið
Fókus
Í gær

Rokkari hefur ákveðið að snúa við kynleiðréttingaferlinu og skilgreinir sig ekki lengur sem trans konu

Rokkari hefur ákveðið að snúa við kynleiðréttingaferlinu og skilgreinir sig ekki lengur sem trans konu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aron um áfallið sem breytti lífi hans – „Það er svo vont að vera þessi gaur sem er að burðast með allan heiminn“

Aron um áfallið sem breytti lífi hans – „Það er svo vont að vera þessi gaur sem er að burðast með allan heiminn“
Fókus
Fyrir 2 dögum

In Flames til Íslands í sumar

In Flames til Íslands í sumar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Euphoria stjarna sögð óþekkjanleg

Euphoria stjarna sögð óþekkjanleg
Fókus
Fyrir 3 dögum

Varpa ljósi á síðustu augnablik Liam Payne – Pantaði vændiskonur og fíkniefni

Varpa ljósi á síðustu augnablik Liam Payne – Pantaði vændiskonur og fíkniefni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ómar og Eva eru nýtt par

Ómar og Eva eru nýtt par
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fór að leita að norðurljósum á Íslandi en fann nokkuð enn sjaldséðara

Fór að leita að norðurljósum á Íslandi en fann nokkuð enn sjaldséðara