fbpx
Laugardagur 30.nóvember 2024
Fókus

Ægisíða í spilun á morgun

Sylvía Erla gefur út fyrsta lagið á íslensku

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 31. ágúst 2017 18:00

Sylvía Erla gefur út fyrsta lagið á íslensku

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sylvía Erla Melsted hefur viljað skapa frá því að hún var barn og á morgun kemur nýtt lag hennar, Ægisíða í spilun í útvarpi og á Spotify. Hún er einnig að vinna að heimildarmynd um lesblindu og barnabók um það sama.

„Lagið fjallar um þetta móment sem við upplifum öll,“ segir Sylvía Erla. „Fyrstu ástina sem er pínu vandræðaleg, fyrsta deitið, fyrsta bílrúntinn, þetta móment þegar við erum með fiðrildin í maganum og bíðum eftir að hinn aðilinn taki fyrsta skrefið.“

Sylvía Erla, sem er 21 árs, hefur verið í tónlist frá því að hún var barn, en hún byrjaði fjögurra ára að spila á píanó í Susuki skólanum. „Tónlistin er númer eitt, tvö og þrjú hjá mér.“

„Lagið fjallar um þetta móment sem við upplifum öll,“ segir Sylvía Erla. „Fyrstu ástina sem er pínu vandræðaleg, fyrsta deitið, fyrsta bílrúntinn, þetta móment þegar við erum með fiðrildin í maganum og bíðum eftir að hinn aðilinn taki fyrsta skrefið.“
Móment sem við þekkjum öll „Lagið fjallar um þetta móment sem við upplifum öll,“ segir Sylvía Erla. „Fyrstu ástina sem er pínu vandræðaleg, fyrsta deitið, fyrsta bílrúntinn, þetta móment þegar við erum með fiðrildin í maganum og bíðum eftir að hinn aðilinn taki fyrsta skrefið.“

Mynd: Antonía Lárusdóttir

Fyrsta lagið á íslensku

„Í laginu Ægisíða syng ég á íslensku, sem er stórt skref fyrir mig, því ég hef alltaf sungið á ensku,“ segir Sylvía Erla. „Ég er með gott teymi með mér, Ásgeir úr Stop Wait Go gerði textann með mér, og Jón Bjarni gerir taktinn, en hann hefur meðal annars unnið með Aron Can. Við erum mjög spennt að sjá útkomuna. En vinnsla við myndband er að hefjast.“

En af hverju að kenna lagið við Ægisíðu? „Þessi gata er falleg og passar vel við lagið, það er líka gott að götuheiti sem nafn á laginu og Ægisíðan hentar mjög vel fyrir myndatökur tengdar laginu,“ segir Sylvía Erla, sem sjálf býr á Seltjarnarnesinu, en þekkir vel til Ægissíðunnar og mannlífsins og fegurðarinnar sem einkennir hana.

Sylvía Erla í fallegu umhverfi á Ægisíðu í flottum fötum frá Húrra Reykjavík.
Rauðklædd á Ægisíðu Sylvía Erla í fallegu umhverfi á Ægisíðu í flottum fötum frá Húrra Reykjavík.

Mynd: Antonía Lárusdóttir

Í fyrra gaf Sylvía Erla út lagið Gone, sem fékk mikla spilun á Spotify. Í kjölfarið kom Sylvía Erla fram á hinum ýmsu tónlistarhátíðum, meðal annars Secret Solstice, Iceland Airvawes og Þjóðhátíð. Einnig kom hún fram í lokaþætti Ísland Got Talent.

Fleiri hugmyndir í vinnslu

Þegar Sylvía Erla var 17 ára fékk hún hugmynd að heimildarmynd um lesblindu. Vinna við myndina er nú hafin í samstarfi við Saga Film. „Ég er sjálf lesblind og er ótrúlega glöð með að heimildarmyndin sé að verða að veruleika.“
Heimildarmyndin er hugsuð fyrir alla aldurshópa. „Hún mun sýna það jákvæða við að hafa lesblindu og öll tækifærin sem hún hefur að bjóða.“ En Sylvíu Erlu fannst vanta eitthvað fyrir börnin sem væru yngri og er því einnig að vinna að barnabók.

Mynd: Antonía Lárusdóttir

Plata er ekki á leiðinni, en Sylvía Erla er með tvær hugmyndir að plötum í vinnslu. „Ég er af og til að vinna að þeim, en það er engin tímasetning komin á hvenær þær koma út.“

Lagið Ægisíða kemur í spilun á Spotify og á útvarpsstöðvum á morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Nældu þér í síðasta bókakonfektið

Nældu þér í síðasta bókakonfektið
Fókus
Í gær

Rokkari hefur ákveðið að snúa við kynleiðréttingaferlinu og skilgreinir sig ekki lengur sem trans konu

Rokkari hefur ákveðið að snúa við kynleiðréttingaferlinu og skilgreinir sig ekki lengur sem trans konu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aron um áfallið sem breytti lífi hans – „Það er svo vont að vera þessi gaur sem er að burðast með allan heiminn“

Aron um áfallið sem breytti lífi hans – „Það er svo vont að vera þessi gaur sem er að burðast með allan heiminn“
Fókus
Fyrir 2 dögum

In Flames til Íslands í sumar

In Flames til Íslands í sumar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Euphoria stjarna sögð óþekkjanleg

Euphoria stjarna sögð óþekkjanleg
Fókus
Fyrir 3 dögum

Varpa ljósi á síðustu augnablik Liam Payne – Pantaði vændiskonur og fíkniefni

Varpa ljósi á síðustu augnablik Liam Payne – Pantaði vændiskonur og fíkniefni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ómar og Eva eru nýtt par

Ómar og Eva eru nýtt par
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fór að leita að norðurljósum á Íslandi en fann nokkuð enn sjaldséðara

Fór að leita að norðurljósum á Íslandi en fann nokkuð enn sjaldséðara