fbpx
Laugardagur 30.nóvember 2024
Fókus

Úr sveitinni og í NBA á fjórum árum?

Verulegar líkur eru taldar á að Tryggvi Snær verði valinn í nýliðavalinu næst

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 29. ágúst 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Íslenski miðherjinn, sem byrjaði aðeins að spila körfubolta fyrir fjórum og hálfu ári, var í dag valinn í nýliðavali NBA“. Hljómar sennilega að þessi frétt verði sögð í íslenskum fjölmiðlum í júní á næsta ári? Kannski ekki en það er nú samt svo að líkurnar á að svo verði eru verulegar, mjög verulegar. Tryggvi Snær Hlinason, 19 ára gamall sveitastrákur úr Bárðardal, sem hafði varla snert körfubolta fyrir þremur og hálfu ári er nú á leið með landsliðinu í lokakeppni Evrópumótsins í Finnlandi, er búinn að semja við Spánarmeistara Valencia um að leika sem atvinnumaður með liðinu næstu ár og taldar eru verulegar líkur á að hann verði valin í NBA-nýliðavalinu á næsta ári og verði þar með aðeins annar Íslendingurinn í sögunni til að spila í langsterkustu körfuknattleiksdeild í heimi. „Sagan mín er sérstök, það er líklega alveg rétt,“ segir bóndasonurinn úr Bárðardalnum, sem „fannst úti í hlöðu og fór í atvinnumennskuna“, í viðtali við DV.

Fór eftir sínu plani

Mikil umræða var um Tryggva meðal körfuboltaáhugamanna í fyrravetur og margir sem lýstu þeirri skoðun að hann ætti ekki að bíða með að koma sér út, ýmist í atvinnumennsku í Evrópu eða í háskólaboltann í Bandaríkjunum. Það væri sóun að hann eyddi tíma sínum í deildinni hér heima. Tryggvi segir að hann hafi vissulega orðið var við umræðuna. „Mér var alveg sama. Ég var bara á mínu róli, búinn að setja mér markmið og fór eftir því plani. Ég ætlaði líka að klára námið áður en ég færi út. Ég held að ég hafi spilað þetta rétt. Sjálfsagt væri ég betri í einhverjum þáttum leiksins ef ég hefði farið út í fyrra en það er langbest að lifa bara í núinu og vera ekki að velta sér upp úr ef og hefði. Ég er sáttur.“

„Mig langaði að vinna þetta helvítis mót“

Í júlí síðastliðnum tók Tryggvi ásamt liðsfélögum sínum í undir 20 ára landsliðinu þátt í Evrópukeppninni í körfubolta. Það var öllum sem á horfðu ljóst að Tryggvi ætlaði sér að ná langt í mótinu og var mjög ákveðinn. Það enda fór svo, liðið komst í átta liða úrslit en tapaði þar fyrir ógnarsterku liði Ísraels, sem síðan fór alla leið í úrslitin. Tryggvi átti gríðarlega gott mót og var valinn í fimm manna úrvalslið mótsins að því loknu. Hann vakti mikla athygli á mótinu en njósnarar fjölmargra liða úr bandaríska NBA-boltanum voru meðal þeirra sem fylgdust með mótinu. Nú rétt á dögunum birti ein virtasta spásíðan á netinu, DraftExpress, þá spá sína að Tryggvi verði valinn í nýliðavali NBA á næsta ári, hann er þar settur í 49. sæti. „Ef það gerist, þá fer ég auðvitað,“ segir Tryggvi en samningur hans við Valencia er til fjögurra ára. „Ég held samt að lykillinn að þessu sé að fara út til Valencia og taka í það minnsta eitt ár þar, það er byrjunin. En markmiðið er auðvitað að komast í NBA-boltann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Klámstjörnur í hár saman – Lét hana heyra það

Klámstjörnur í hár saman – Lét hana heyra það
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aron um áfallið sem breytti lífi hans – „Það er svo vont að vera þessi gaur sem er að burðast með allan heiminn“

Aron um áfallið sem breytti lífi hans – „Það er svo vont að vera þessi gaur sem er að burðast með allan heiminn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Pabbi alræmdu hjákonunnar missti vinnuna – „Gerði hún HVAÐ á meðan hann svaf?!“

Pabbi alræmdu hjákonunnar missti vinnuna – „Gerði hún HVAÐ á meðan hann svaf?!“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ómar og Eva eru nýtt par

Ómar og Eva eru nýtt par