fbpx
Laugardagur 30.nóvember 2024
Fókus

Hundrað hollvinaráð Friðgeirs

Gaf nýnemum góð ráð

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 29. ágúst 2017 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar maður hefur nám, eða þegar maður hefur nám í nýjum skóla eða nýju námi, þá er alltaf gott að fá ráð frá þeim sem hafa reynslu. Friðgeir Einarsson, sviðslistamaður og hollnemi, gaf nýnemum Listaháskólans 100 góð ráð við setningu skólans.

Skólasetning Listaháskólans fór fram 21. ágúst síðastliðinn og flutti Friðgeir ávarp. Þar tiltók hann meðal annars 100 atriði sem hann hefur lært á tólf ára listnámi. Listinn er ekki tæmandi samkvæmt Friðgeiri. Mörg atriðana á lista Friðgeirs getum við öll tileinkað okkur, hvort sem við erum í námi eða ekki.

Hnyttni Friðgeirs skín í gegnum listann, en hann gaf sína fyrstu bók, Takk fyrir að láta mig vita, út fyrir síðustu jól hjá bókaútgáfunni Benedikt.

Hér fyrir neðan má lesa nokkur heilræða Friðgeirs, en ávarpið má lesa í heild sinni á heimasíðu Listaháskólans.

-Á einhverjum tímapunkti þarf maður að hætta við óraunhæf markmið og setja sér raunhæf markmið í staðinn.
-Þegar maður er að vinna með öðrum kemur vel út að vera skýr og heiðarlegur.
-Óreiða getur verið skemmtileg í sköpun, en slæm tímastjórnun skilar engu.
-Ef maður er stjórnandi í verkefni er sniðugt að gefa fólki pásur með reglulegu millibili, manni hættir til að gleyma sér af því að það er svo gaman að stjórna.
-Fagmennska er ofmetin, en nauðsynleg upp að vissu marki.
-Það þýðir ekkert að óska sér að eitthvað sé gott, maður verður bara að vinna í því þangað til það er orðið gott.
-Það er í alvöru hægt að vinna of mikið.
-Það er hægt að undirbúa sig of mikið.
-Það er samt miklu algengara að fólk undirbúi sig of lítið.
-List er mikilvæg.
-Líf er mikilvægara en list.
-Þegar maður er að lesa upp les maður eiginlega alltaf allt of hratt. Maður heldur að öllum þyki það sem maður er að segja svo leiðinlegt.
-Stundum eru áhorfendur með fýlusvip þó að þeim þyki gaman.
-Það geta ótrúlegustu hlutiir gerst undir lok ferlis, það er eins og það hægist á tímanum þegar pressan eykst.
-Það er ekki þar með sagt að maður eigi að fresta öllu þangað til í lokin.
-Frestun er alvöru vandamál. Það er ekki til nein töfralausn á því.
-Þegar maður kemst upp á lagið með það er gaman að taka ákvarðanir.
-Maður þarf alls ekki að útskýra allt, það er gott að skilja eftir smá rými fyrir fólk að túlka, leyfa hlutum að anda.
-Að koma skakkt að hlutunum er yfirleitt áhugaverðara en að koma beint að þeim
-Allir deyja og allir gleymast, líka dáðir listamenn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Klámstjörnur í hár saman – Lét hana heyra það

Klámstjörnur í hár saman – Lét hana heyra það
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aron um áfallið sem breytti lífi hans – „Það er svo vont að vera þessi gaur sem er að burðast með allan heiminn“

Aron um áfallið sem breytti lífi hans – „Það er svo vont að vera þessi gaur sem er að burðast með allan heiminn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Pabbi alræmdu hjákonunnar missti vinnuna – „Gerði hún HVAÐ á meðan hann svaf?!“

Pabbi alræmdu hjákonunnar missti vinnuna – „Gerði hún HVAÐ á meðan hann svaf?!“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ómar og Eva eru nýtt par

Ómar og Eva eru nýtt par