Go gekk ekkert að finna draumadrottninguna
Darren Go gekk ekkert að finna drottningu drauma sinna á Tinder og taldi að konur hefðu einfaldlega ekki áhuga á hverdagslegum, leiðinlegum prófílum. Hann ákvað því að prófa nýja aðferð, sem er vægast sagt öðruvísi.
„Venjulegur, hverdagslegur og fallegur prófíl var ekki að virka,“ sagði hann í samtali við vefsíðuna Buzzfeed. „Og því ekki að prófa eitthvað allt öðruvísi? Ég ákvað að nota svartan húmor minn og tvíræðni til að athuga hvort að ég fyndi konur sem væru sama sinnis.“
Og þetta er prófílinn sem hann setti út í kosmóið. Nokkrum mánuðum áður gekkst Go undir hjartaskurðaðgerð og vinur hans tók myndina af honum í sjúkrarúminu. Go ákvað síðan að nota myndina, ásamt tvíræðum texta, sem tapar merkingunni þegar hann er þýddur yfir á íslenskuna, en ICU er skammstöfun fyrir Intensive Care Unit, eða gjörgæsla.
„I´m dying to meet you. When can ICU?“
Prófílinn hans vakti svo sannarlega athygli og fljótlega var fólk farið að deila skjáskoti af honum á samfélagsmiðlum. En þrátt fyrir að vera svo sannarlega öðruvísi en hinir, þá er Go ekki enn búinn að finna hina einu réttu. „Ég er ennþá einhleypur og til í tuskið.“