fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fókus

Grefur fyrra mannorð og gróusögur

Taylor Swift slær met með nýja myndbandinu

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 28. ágúst 2017 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Taylor Swift var aðeins tilnefnd til einna verðlauna á MTV tónlistarverðlaununum í gær (sem hún vann), en þrátt fyrir það var frumsýning á myndbandi við nýjasta lag hennar, líklega það atriði sem flestir biðu eftir.

Swift var ásamt Zayn tilnefnd fyrir besta samstarfið fyrir lagið I Don’t Wanna Live Forever, sem var í kvikmyndinni Fifty Shades Darker og unnu þau verðlaunin.

Swift hreinsaði Facebook, Instagram og Twitter reikninga sína fyrir nokkrum dögum síðan og töldu margir það vísbendingu um að nýtt lag væri á leiðinni, sem nú er orðið að veruleika og ný plata Reputation (Mannorð) kemur út 10. nóvember næstkomandi.

Getgátur voru um að lagið myndi fjalla um samskipti Swift og söngkonunnar Katy Perry, en þær hafa átt í miklum illdeilum. Aðrir töldu að lagið myndi fjalla um samskipti Swift við Kanye West og konu hans Kim Kardashian. Einnig voru getgátur um að lagið myndi fjalla um samband Swift við Calvin Harris, en Swift er einmitt þekkt fyrir að gefa út „smelli“ sem fjalla um sambönd hennar og sambandsslit.

Swift skýtur fast á erkióvin sinn, Katy Perry, í myndbandinu. Hárgreiðslan, fötin og tígurinn minna á hárgreiðslu og lög Perry. Auk þess veifar Swift Grammy verðlaunum sínum, sem er fast skot á Perry, sem hefur ekki unnið til neinna slíkra, meðan Swift hefur unnið tíu.
Skýtur fast á Katy Perry Swift skýtur fast á erkióvin sinn, Katy Perry, í myndbandinu. Hárgreiðslan, fötin og tígurinn minna á hárgreiðslu og lög Perry. Auk þess veifar Swift Grammy verðlaunum sínum, sem er fast skot á Perry, sem hefur ekki unnið til neinna slíkra, meðan Swift hefur unnið tíu.

Nýtt tímabil hjá Taylor Swift

Myndbandið við nýja lagið, Look What You Made Me Do, var sýnt þegar hálftími var liðinn af verðlaununum og það er allt sem aðdáendur og gagnrýnendur biðu eftir og meira til. Og það er ljóst að framundan er ný Taylor Swift og ný stefna í tónlistinni, en sitt sýnist hverjum. Sumir eru yfir sig hrifnir, meðan aðrir segja að myndbandið og lagið sé ekkert nýtt á markaðinum.

Texti lagsins og myndbandið er stútfullt af vísbendingum um alla þá sem Swift hefur átt í útistöðum við á ferli sínum. Meðal annars talar hún um í byrjun lagsins um að hún þoli ekki leiki einhvers og hallandi svið viðkomandi (I Don´t Like Your Little Games, Don´t Like Your Tilted Stage), en bæði Kanye og Katy Perry hafa haldið tónleika þar sem þau koma fram á hallandi sviði.

Swift hefur lítið verið í sviðljósinu undanfarið ár og í byrjun myndbandsins rís hún upp frá dauðum úr gröf með áletruninni „Hér hvílir mannorð Swift“ og er hún íklædd kjólnum sem hún var í í myndbandi lagsins Out of the Woods, sem fjallaði um samband hennar og söngvarans Harry Styles. Í næstu senu baðar hún sig svo úr gimsteinum, áður en hún sest í hásæti sitt umvafin snákum. En snákar hafa alla jafna verið samnefnari fyrir illkvittni, baktal og rætni.

Hér hvílir mannorð Taylor Swift.
Grafreitur Swift Hér hvílir mannorð Taylor Swift.

Í baðkarinu við hlið hennar er eins dollara seðill, en Swift vann nýlega dóm gagnvart útvarpsmanninum David Mueller, sem áreitti hana kynferðislega í myndatöku fyrir tónleika hennar í Denver árið 2013. Mueller fór með hönd sína undir pils söngkonunnar og káfaði á rassi hennar þegar hún stillti sér upp í myndatöku með honum. Réttarhöldin vöktu mikla athygli í Bandaríkjunum en Swift krafði Mueller um einn dollara í skaðabætur, hann væri fyrst og fremst táknrænn og ætti að sýna að málið snerist ekki um peninga heldur réttlæti.

Myndbandið er tekið upp löngu áður en Swift vann málið núna í ágúst og má því segja að hún hafi talið sig vissa um að vinna.
Dollaraseðill Myndbandið er tekið upp löngu áður en Swift vann málið núna í ágúst og má því segja að hún hafi talið sig vissa um að vinna.
Ég elska TS stendur á bolum karlkyns dansara í myndbandinu og er það tilvísun í bol sem Tom Hiddleston, sem Swift átti í stuttu sambandi við í fyrra, klæddist.
Ég elska TS Ég elska TS stendur á bolum karlkyns dansara í myndbandinu og er það tilvísun í bol sem Tom Hiddleston, sem Swift átti í stuttu sambandi við í fyrra, klæddist.
[youtube https://www.youtube.com/watch?v=3tmd-ClpJxA?rel=0&hd=1&wmode=transparent]

Í lokin stilla fyrri útgáfur Swift sér svo upp og setja út á hvor aðra. Þar má meðal annars sjá hana alsaklausa stelpu nýbúna að gefa út sína fyrstu plötu, í ballerínubúningnum sem hún var í í myndbandi Shake if Off og 2009 útgáfuna þegar hún tók á móti verðlaunum á MTV hátíðinni (þegar Kanye ruddist fram og sagði að Beyoncé ætti þau frekar skilið).

Það hefði líklega verið besta og lengsta markaðssetning sögunnar ef Swift og Katy Perry, sem var aðalkynnir verðlaunanna, hefðu fallist í faðma í gær (eða jafnvel sleik eins og Madonna og Britney Spears hérna um árið) og grafið stríðsöxina, en þær stöllur hafa eldað grátt silfur um nokkurt skeið, sérstaklega á samfélagsmiðlum. Það gerðist þó ekki og er því líklegt að illdeilur þeirra og samkeppni muni halda áfram.

Swift hefur þegar slegið met með nýja laginu, en lagið var spilað meira en 19 milljón sinnum á Youtube fyrsta sólarhringinn og er það nýtt met. Textaútgáfa þess hefur verið spiluð 42 milljón sinnum á Youtube og útgáfan sem var frumsýnd í gærkvöldi er komin upp í 18 milljón áhorf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“