fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fókus

John Snorri rifjar upp augnablikið þegar hann vissi hvað hann væri varnarlaus

Mesta afrek íslensks fjallgöngumanns hingað til

Sigurvin Ólafsson
Sunnudaginn 20. ágúst 2017 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

John Snorri rifjar upp augnablikið þegar hann vissi hvað hann væri varnarlaus

John Snorri Sigurjónsson hefur lengi gengið á fjöll án þess að vekja sérstaka athygli fyrir vikið. Í það minnsta hafði sá sem þetta skrifar ekki haft spurnir af honum áður en fréttir fóru að berast af því nýverið að hann stefndi að því að komast á topp hins ógnvekjandi fjalls K2, fyrstur Íslendinga. Fjölmiðlar fylgdust grannt með þeirri svaðilför hans og blessunarlega tókst honum ætlunarverk sitt.

Í helgarblaði DV er ítarlegt viðtal við John Snorra og þar er hann meðal annars spurður út í það hvort hann hafi óttast dauðann þegar hann gekk á K2.


Í umfjöllun fjölmiðla um ferðalag þitt upp á topp K2 hafa sumir haldið því fram að þar sé um að ræða stærsta afrek íslensks fjallgöngumanns fyrr og síðar, hvað segir þú um það?

„Ég vil ekki segja það, það þurfa aðrir að segja það eða meta. En tölfræðilega séð er þetta talið annað hættulegasta fjall í heimi, því 29 prósent þeirra sem reyna við það snúa ekki aftur á lífi.“ John Snorri hlær við þegar honum er bent á að lífslíkurnar í rússneskri rúllettu séu vænlegri en það. „Er það já? Hvað sem því líður þá myndi ég segja fyrir mig að ég mun aldrei ná að toppa þetta hvað fjallamennsku varðar, ég held ég nái ekki að fara á annað fjall sem reynir meira á en K2, nema þá ég lendi í einhverjum háska.“

Þrátt fyrir þessa skuggalegu tölfræði var John Snorri aldrei hræddur. „Í flöskuhálsinum svokallaða, þegar maður fer frá Kamp 4 og upp á topp, þar varð ég reyndar dálítið smeykur. Flöskuhálsinn er eins og trekt milli tveggja tinda og þar fyrir ofan hangir ísjaki, 210 metra hár, eins og þrír Hallgrímskirkjuturnar. Við vorum búnir að vera fastir þar í mjög djúpum snjó, vondu veðri og slæmu skyggni. Þá rofaði skyndilega til, sólin skein og það glampaði á allan yfirhangandi ísinn. Þá hugsaði ég með mér og sá í hendi mér að ef það brotnaði eitthvað úr jakanum fyrir ofan þá gæti ég ekkert gert. Mér brá, því þarna sá ég svo glöggt hvað þetta var stórt og hvað ég væri varnarlaus ef eitthvað gerðist.“

Aðspurður segist John Snorri þó ekki óttast dauðann. „Ef þú óttast ekki dauðann þá er hann ekki flækjast fyrir þér í fjallgöngunni. Þannig að ég held að það sé styrkur og að það hjálpi þér á stöðum eins og K2, þar sem áhættan er mikil, því er ekkert að neita. Tölfræðin er eitt en þegar þú kemur í fjallið þá finnurðu alveg fyrir því að það veitir enga miskunn, það mun ekkert hlífa þér neitt. Þannig að ef þú óttast ekki dauðann þá held ég að þú náir að einbeita þér betur í fjallinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð