fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fókus

Orð örþreyttrar móður: „Ég hefði getað brugðist við á kurteisilegri hátt“

Beinir orðum sínum til ókunnugrar konu sem skammaðist út í hegðun dóttur hennar

Auður Ösp
Miðvikudaginn 2. ágúst 2017 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Átakanleg færsla einstæðrar, útkeyrðar móður hefur vakið mikla athygli eftir hún birtist á samfélagsmiðlinum Facebook á dögunum. Móðirin umrædda Taylor Meyer, á 4 ára gamla stúlku með er greind með athyglisbrest á háu stigi. Hefur hún margoft þurft að líða fyrir hegðun dótturinnar á almannafæri, hegðun sem ókunnugir hafa einfaldlega stimplað sem óþekkt. Þá hefur Taylor þurft að þola athugasemdir og háðsglósur frá fólki sem hefur tjáð henni að hún þurfi einfaldlega að ala barnið betur upp. Í umræddri færslu greinir hún frá nýlegu atviki sem átti eftir að breyta öllu.

Hátt í 150 þúsund manns hafa deilt færslunni áfram og sent ungu móðurinni hlýleg hvatningarorð. Taylor kveðst hafa staðið í röð í matvörubúði með fulla körfu af vörum. Dóttir hennar sat í körfunni, eirðarlaus og gat ómögulega setið kyrr. Þess á milli vældi hún linnulaust þar sem að Taylor vildi ekki kaupa handa henni snakkpoka. Taylor segir þessa hegðun dótturinnar ekki vera nýja af nálinni.

„Ég þekki þetta. Ég þarf að lifa með þessu,“ ritar hún og bætir við að athyglisbrestur dóttur hennar geri það að verkum að hún þrói gjarnan með sér þráhyggju gagnvart ýmsum hlutum og þráhyggjunni linni ekki fyrr en hún er annaðhvort orðin úrvinda eða þegar einhver nær að beina athygli hennar að öðru.

„Við þurftum að standa í röðinni í drykklanga stund og á meðan reyndi ég að hunsa vælið í henni og neitaði að gefa eftir,“ ritar Taylor og bætir við að það hafi hins vegar eingöngu ýtt undir neikvæða hegðun dótturinnar. Taylor kveðst mörg hundruð sinnum hafa þurft að yfirgefa matvöruverslunina vegna hegðunardóttur sinnar.

„Nánast í hvert einasta skipti hef ég þurft að yfirgefa búðina tómhent, leiðandi fjögurra ára barn í frekjukasti og haldandi á ungabarni. Í þetta sinn hafði ég val um annað en að reyna að halda út biðina.“

Taylor segist hafa sagt dóttur sinni í tíunda sinn að setjast niður í körfuna. Kona sem stóð fyrir aftan mæðgurnar í röðinni var þá orðin afar pirruð og hvæsti á Taylor: „Í guðanna bænum, gefðu krakkanum kexið svo hún þegi!“

Taylor kveðst skammast sín fyrir viðbrögð sín við þessari athugasemd konunnar.

„Ég hefði getað brugðist við á kurteisilegri hátt. Ég hefði getað útskýrt fyrir henni að fjögurra ára dóttir mín er greind með alvarlegan athyglisbrest og að ég sé að ala bæði börnin mín upp ein. Í staðinn komu þessi orð út úr munni mínum: „Hún er fjögurra ára gömul og vertu ekki að skipta þér af því sem þér kemur ekki við!“

Taylor kveðst þvínæst hafa reynt að klára erindi sitt í versluninni eins fljótt og hún gat, vegna þess að hún vildi ekki neinn myndi horfast í augu við „þessa manneskju.“

„Þessi sem á óþekka krakkann. Þessi sem allir halda að sé löt af því að hún hunsar það þegar krakkinn lætur illa. Þegar ég komst á kassann voru tárin byrjuð að hrynja niður kinnarnar á mér.

Ég er búin að missa það. Ég er reið, ég er særð og ég er yfirhöfuð miður mín yfir að geta ekki átt eina áfallalausa búðarferð með börnunum mínum.“

Taylor greinir frá því að skyndilega hafi önnur kona vikið sér upp að þeim mæðgum. Konan byrjaði að spjalla við dóttur hennar og spyrja hana spurning til að dreifa athygli hennar. Þegar dóttir Sophie byrjaði aftur að væla um snakk svaraði konan: „Nei, þú getur ekki fengið snakk í dag. Þú þarft að vera stillt fyrir mömmu þína. Þú þarft að vera góð, hún þarf á því að halda. Ég á litla stelpu sem er jafngömul þér. Hvað ertu gömul? Hvað er bróðir þinn gamall?“

Taylor kveðst hafa orðið klökk yfir góðmennsku og hugulsemi bláókunnugrar konu.

„Ég aldrei verið eins þakklát einhverjum fyrir góðmennsku og samúð. Það þarf ekki nema eina athugasemd til að brjóta einhvern niður. Þú veist aldrei hvað viðkomandi manneskja er að ganga í gegnum. Þú veist ekki hvaða raskanir barn viðkomandi glímir við. Þú ert ekki í stöðu til að dæma mig þegar þú veist ekki hvernig það er að eiga barn eins og dóttur mína. En sömuleiðis er eitt lítið góðverk nóg til þess að að móðir finnist hún vera metin að verðleikum.

Taylor endar færslu sína á því að þakka konunni í matvörubúðinni sem kom og sýndi dóttur hennar athygli óumbeðin.

„Takk fyrir hlýjuna sem þú sýndir mér og börnunum mínum. Takk fyrir að fylgja okkur út. Takk fyrir að styðja við bakið á mér. Við mömmurnar þurfum að standa saman.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Er steinhissa á því sem hann sér aftur og aftur á Íslandi

Er steinhissa á því sem hann sér aftur og aftur á Íslandi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tímamót hjá Helga Ómars – „Af einhverjum óútskýranlegum ástæðum er það rétt“

Tímamót hjá Helga Ómars – „Af einhverjum óútskýranlegum ástæðum er það rétt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hera Björk varð fyrir hatrammri aðför: „Þetta var í hundraðatali og endaði í þúsundatali og var augljóslega skipulagt“

Hera Björk varð fyrir hatrammri aðför: „Þetta var í hundraðatali og endaði í þúsundatali og var augljóslega skipulagt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrum landbúnaðarráðherra og sagnamaður selur miðbæjarperlu á Selfossi

Fyrrum landbúnaðarráðherra og sagnamaður selur miðbæjarperlu á Selfossi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina