fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fókus

Hver er þessi John Snorri? „Mér finnst langbest að segja að ég sé bara einfaldur sveitastrákur úr Ölfusnum“

Mesta afrek íslensks fjallgöngumanns hingað til

Sigurvin Ólafsson
Laugardaginn 19. ágúst 2017 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hver er þessi John Snorri? „Mér finnst langbest að segja að ég sé bara einfaldur sveitastrákur úr Ölfusinu“

John Snorri Sigurjónsson hefur lengi gengið á fjöll án þess að vekja sérstaka athygli fyrir vikið. Í það minnsta hafði sá sem þetta skrifar ekki haft spurnir af honum áður en fréttir fóru að berast af því nýverið að hann stefndi að því að komast á topp hins ógnvekjandi fjalls K2, fyrstur Íslendinga. Fjölmiðlar fylgdust grannt með þeirri svaðilför hans og blessunarlega tókst honum ætlunarverk sitt.

Í helgarblaði DV er ítarlegt viðtal við John Snorra og þar er hann meðal annars spurður út í uppeldisárin í Ölfusinu.


DV lék forvitni á að kynnast John Snorra betur og forvitnast um hvers konar maður það er sem dettur í hug að reyna svona lagað. Fyrsta spurningin var því einfaldlega, hver ertu og hvað hefurðu verið að sýsla fram til þessa?

„Ég held ég hafi verið sjö ára þegar það byrjaði, þannig að það var sett á mig ábyrgð snemma.“

„Mér finnst langbest að segja að ég sé bara einfaldur sveitastrákur úr Ölfusinu. Og það eru nú ekki há fjöll þar þannig að það má eiginlega segja að ég sé flatlendingur.“ John Snorri var alinn upp á bænum Ingólfshvoli, þar sem hann bjó með foreldrum og tveimur systrum, hvorri sínum megin við hann í aldri. Hann gekk í grunnskóla í Hveragerði en segist ekki hafa verið öflugur námsmaður á þeim tíma.

„Skólatöskunni henti ég alltaf í anddyrið um leið og ég kom heim úr skólanum og svo var hún næst tekin upp þegar ég fór í skólann aftur daginn eftir. Ég var alltaf strax kominn í vinnufötin og fór út í fjárhús eða út í náttúruna. Ég var mjög heppinn krakki, pabbi leyfði mér að gera ansi margt. Ég átti að sofa heima og koma heim en að öðru leyti var ég nokkuð frjáls. Ég hafði þó ákveðnar skyldur á bænum og sá um hluta af dýrunum. Ég held ég hafi verið sjö ára þegar það byrjaði, þannig að það var sett á mig ábyrgð snemma.“

Hann segir íþróttir hafa átt vel við sig og að hann hafi verið mikill keppnismaður. „Ég var góður í íþróttum, sérstaklega í hlaupi, handbolta og fótbolta. Ég var til dæmis eitt sinn valinn knattspyrnumaður ársins í Hveragerði. Í handboltanum skoraði ég oft helminginn af mörkunum. Ég var mjög nettur og snöggur og sterkur. Ég hætti svo alveg í íþróttunum 17 ára.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð