fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
Fókus

Fortíðin eltir Polanski eins og skugginn

Kolbeinn Þorsteinsson
Laugardaginn 19. ágúst 2017 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfir sum sakamál fennir einfaldlega ekki og má til sanns vegar færa að það sé viðeigandi þegar um er að ræða kynferðisbrot.

Kvikmyndaleikstjórinn Roman Polanski flúði frá Bandaríkjunum árið 1978 eftir að hafa játað sig sekan um samræði við stúlku undir lögaldri (e. statutory rape). Fórnarlamb hans, Samantha Geimer, var aðeins þrettán ára þegar atvikið átti sér stað.

Eftir áratuga þóf hvorki hefur gengið né rekið í því máli enda er Polanski nú pólskur og franskur ríkisborgari og armur bandarískra laga hefur, þótt langur sé, ekki náð tangarhaldi á leikstjóranum. Í júní fór Geimer þess á leit við dómstól í Los Angeles að fella niður málið á hendur Polanski; hún hefði fyrirgefið honum og það gerði hvorki henni né fjölskyldu hennar gott að velkjast í því lengur.

Nú, réttum tveimur mánuðum síðar, stígur fram enn ein kona, þær eru þá orðnar þrjár, með þær upplýsingar að Polanski hafi brotið á henni kynferðislega árið 1973, þegar hún var 16 ára. Þessi kona, sem aðeins hefur verið nefnd Robin, getur, sökum fyrningarlaga, höfðað sakamál á hendur Polanski, en gæti engu að síður borið vitni í máli Geimer gegn honum. Segir Robin að hún megi ekki til þess hugsa að mál Geimer verði látið niður falla og hún telji að enn sé hægt að draga hann til ábyrgðar.

Lögfræðingar Polanski hafa enn ekki tjáð sig um ásakanir Robin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Eftir þetta hræðilega banaslys náfrænda míns og vinar var sjokkið það mikið að ég vissi að ég yrði að breyta lífi mínu“

„Eftir þetta hræðilega banaslys náfrænda míns og vinar var sjokkið það mikið að ég vissi að ég yrði að breyta lífi mínu“
Fókus
Í gær

Byrjaði að missa hárið og læknirinn benti á ræktina – Varar fólk við að gera ekki þessi algengu mistök

Byrjaði að missa hárið og læknirinn benti á ræktina – Varar fólk við að gera ekki þessi algengu mistök
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Eftir að ég greindist með krabbamein, var ég að berjast við bæði stríðið og krabbameinið“

„Eftir að ég greindist með krabbamein, var ég að berjast við bæði stríðið og krabbameinið“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur segir að karlmenn sem gráta séu bestir í rúminu

Sérfræðingur segir að karlmenn sem gráta séu bestir í rúminu
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Mín versta hugsun var að deyja frá drengjunum mínum“

„Mín versta hugsun var að deyja frá drengjunum mínum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tanja Ýr sár yfir vinnubrögðum Mbl.is – „Finnst þetta eiginlega óskiljanlegt og vona innilega að mín bíði afsökunarbeiðni“

Tanja Ýr sár yfir vinnubrögðum Mbl.is – „Finnst þetta eiginlega óskiljanlegt og vona innilega að mín bíði afsökunarbeiðni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nær óþekkjanlegur eftir sambandsslitin – „Eins og víkingur“

Nær óþekkjanlegur eftir sambandsslitin – „Eins og víkingur“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir að Bonnie blue og Ollie séu enn þá saman – „Ég er með innherja skúbb“

Segir að Bonnie blue og Ollie séu enn þá saman – „Ég er með innherja skúbb“