fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fókus

Loksins gift 70 árum eftir fyrsta stefnumótið

Voru í sambandi sem unglingar

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 17. ágúst 2017 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kærustuparið Ed Sellers og Katie Smith giftu sig 16. júlí síðastliðinn, 70 árum eftir þau fóru saman á fyrsta stefnumótið. Parið hittist aftur fyrir einu og hálfu ári síðan, þegar Sellers, sem er 88 ára, hringdi í Smith, sem er 89 ára. En hann þurfti aðeins að hafa fyrir að ná af henni tali, þar sem hún svaraði ekki ítrekuðum símtölum hans. Sellers hringdi svo í son hennar og þá fyrst fóru hjólin að rúlla.

Sellers og Smith hittust fyrst á fimmta áratugnum þegar hún var 15 ára og hann 14 ára. Þau voru nágrannar í bænum Kannapolis í Norður Karólínu í Bandaríkjunum og voru í sambandi í rúm þrjú ár. Smith var alin upp í strangtrúaðri fjölskylskyldu og því fóru öll stefnumótin fram undir eftirliti í stofunni heima hjá henni. Strangt eftirlit með sambandinu leiddi til þess að því lauk.

Sellers og Smith voru par í þrjú ár á fimmta áratugnum.
Ung og ástfangin Sellers og Smith voru par í þrjú ár á fimmta áratugnum.

Sellers og Smith sáu hvort annað ekki aftur, kynntust nýjum mökum, giftu sig og eignuðust börn. Efir að eiginkona Sellers lést fyrir fjórum árum, fór hann að rifja upp minningar um æskuástina sína og keyrði til bæjarins sem Smith bjó í til að finna símanúmerið hennar. Þegar þau hittust aftur í fyrsta sinn frá unglingsárunum sagði Smith: „Þegar ég sá hann aftur þá var þetta svo eðlilegt, hann var alveg eins bara eldri.“

Næsta eina og hálfa árið keyrði Sellers tvisvar í viku milli bæjarfélaga til að heimsækja Smith, hann gisti ekki, því þau voru jú ekki gift. Loksins skellti hann sér á skeljarnar og bað um hönd hennar. „Ég hlýt að hafa sagt já,“ segir Smith. Parið gifti sig síðan í því sem þau kalla „ruggustólsbrúðkaup.“

Sellers og Smith giftu sig umkringd börnum, barnabörnum og öðrum ættingjum og vinum.
Ruggustólsbrúðkaup Sellers og Smith giftu sig umkringd börnum, barnabörnum og öðrum ættingjum og vinum.

Hjónin eru ánægð með að hafa fundið hvort annað aftur, svona seint í lífinu. „Hún er falleg kona, auðveld í umgengni og við pössum vel saman,“ segir Sellers. „Svo tuðar hún ekki mikið í mér.“

Smith segir Sellers sama herramanninn og hún kynntist sem unglingur. „Hann kemur fram við mig eins og drottningu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu