fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fókus

„Ég er manneskja, ekki dúkka“

París Jackson vill nota áhrif sín innan tískubransans til góðs

Indíana Ása Hreinsdóttir
Miðvikudaginn 16. ágúst 2017 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirsætan París Jackson vill hafa jákvæð áhrif á það hvernig við hugsum um fegurð. París, sem er dóttir tónlistargoðsagnarinnar Michaels Jackson, prýðir forsíðu tímaritsins i-D sem kemur út í haust en í viðtalinu opnar hún sig um ósvífnar kröfur tískubransans.

„Ég er hvorki symmetrísk né í stærð núll og ég borða mikið af hamborgurum og pítsu. Ég er með ör og húðslit, bólur og appelsínuhúð. Ég er manneskja, ekki dúkka. Það er fáránlegt að halda því fram að við þurfum öll að vera eins til að vera falleg. Hvað telst fallegt fer eftir smekk hvers og eins,“ segir París í viðtalinu og bætir við að hún óski þess að allir geti upplifað sig fallega sama hvernig þeir líta út.

„Fegurð er ekki mæld í tölum, samhverfu, lögun, stærð eða lit. Sönn fegurð er mæld út frá sál, karakter, heiðarleika, ásetningi og hugarástandi. Því sem kemur út úr munninum á fólki og hvernig það hagar sér. Fegurð fer eftir hjartanu,“ segir París sem er 19 ára. Fyrr á árinu gerði hún milljónasamning við tískurisann Calvin Klein og landaði sínu fyrsta kvikmyndahlutverki þar sem hún mun leika við hlið Charlize Theron, David Oyelowo og Amanda Seyfried. Þess fyrir utan vann hún með Chanel. Það má því með sanni segja að árið 2017 sé ár París Jackson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu