fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Hrafn býður heim

Árlegt verslunarmannahelgarpartí að Laugarnestanga

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 12. ágúst 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndagerðarmaðurinn Hrafn Gunnlaugsson hélt árlega veislu á heimili sínu á Laugarnestanga fimmtudaginn fyrir verslunarmannahelgi og kom fjöldi gesta venju samkvæmt og naut veitinga í veðurblíðunni.

„Ég er búinn að halda þessa veislu í 20 ár og alltaf fimmtudaginn fyrir verslunarmannahelgina,“ segir Hrafn, „nema í fyrra, þá var ég veikur.“

Heimili Hrafns vekur jafnan mikla eftirtekt ferðamanna um Sæbrautina og Laugarnesið og segir hann um 200 gesti staldra þar við daglega. Við heimili hans er Hörgurinn, hof sem er öllum opið.

Hús Hrafns á Laugarnestanga vekur jafnan mikla athygli ferðamanna, en um 200 gestir stoppa þar við daglega á göngu sinni meðfram Sæbrautinni.
Vekur athygli Hús Hrafns á Laugarnestanga vekur jafnan mikla athygli ferðamanna, en um 200 gestir stoppa þar við daglega á göngu sinni meðfram Sæbrautinni.
Hilmar Örn Hilmarsson hefur gegnt embætti allsherjargoða síðan árið 2003. Sem kvikmyndatónskáld hefur hann hlotið fjölda viðurkenninga.
Allsherjargoði og kvikmyndatónskáld Hilmar Örn Hilmarsson hefur gegnt embætti allsherjargoða síðan árið 2003. Sem kvikmyndatónskáld hefur hann hlotið fjölda viðurkenninga.
Hrafn, unnustan Yaira Villanueva og sonur þeirra, Anton Ariel Aman, ásamt Megasi, sem er guðfaðir Antons. Þegar sonurinn var nefndur á sínum tíma, þá var það gert í ásatrú og á sama tíma tóku foreldrarnir hana upp.
Guðfaðirinn í bleikri skyrtu Hrafn, unnustan Yaira Villanueva og sonur þeirra, Anton Ariel Aman, ásamt Megasi, sem er guðfaðir Antons. Þegar sonurinn var nefndur á sínum tíma, þá var það gert í ásatrú og á sama tíma tóku foreldrarnir hana upp.
Tónlistarmaðurinn og rithöfundurinn Sverrir Stormsker lét sig ekki vanta.
Þú og þeir Tónlistarmaðurinn og rithöfundurinn Sverrir Stormsker lét sig ekki vanta.
Þórir Kjartansson mætti færandi hendi með góða gjöf, forláta sverð sem Hrafn mundar hér.
Fékk góða gjöf Þórir Kjartansson mætti færandi hendi með góða gjöf, forláta sverð sem Hrafn mundar hér.
Þorvaldur Gylfason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, hlýðir á Jóhann J. Ólafsson, fyrrverandi forstjóra heildverslunarinnar Jóhann Ólafsson & Co.
Hagfræðingur hlýðir á heildsala Þorvaldur Gylfason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, hlýðir á Jóhann J. Ólafsson, fyrrverandi forstjóra heildverslunarinnar Jóhann Ólafsson & Co.
Hrafn ásamt unnustunni, Yaira Villanueva, og Megasi.
Þrír vinir Hrafn ásamt unnustunni, Yaira Villanueva, og Megasi.
Hjónin Ari Kristinsson kvikmyndagerðarmaður og Margrét María Pálsdóttir.
Myndarhjón Hjónin Ari Kristinsson kvikmyndagerðarmaður og Margrét María Pálsdóttir.
Ólafur Gunnarsson þungt hugsi, jafnvel yfir næstu bók?
Höfundur hugsar Ólafur Gunnarsson þungt hugsi, jafnvel yfir næstu bók?
Barnsmóðir Hrafns er frá Kúbu og því býður Hrafn gestum sínum alltaf upp á Havana Club.
Havana Club Barnsmóðir Hrafns er frá Kúbu og því býður Hrafn gestum sínum alltaf upp á Havana Club.
Jóhann J. Ólafsson og Stefán Ólafsson prófessor hressir saman.
Slegið á létta strengi Jóhann J. Ólafsson og Stefán Ólafsson prófessor hressir saman.
Ófeigur Björnsson, gullsmiður og myndhöggvari, eigandi Gullsmiðjunnar á Skólavörðustíg.
Gullsmiður í gulri peysu Ófeigur Björnsson, gullsmiður og myndhöggvari, eigandi Gullsmiðjunnar á Skólavörðustíg.
Ragnheiður Valdimarsdóttir klippari og Edda Andrésdóttir fréttakona unnu saman á RÚV við Laugaveginn í mörg ár. Ragnheiður klippti meðal annars Blóðrautt sólarlag, mynd Hrafns 1977.
Flottar freyjur Ragnheiður Valdimarsdóttir klippari og Edda Andrésdóttir fréttakona unnu saman á RÚV við Laugaveginn í mörg ár. Ragnheiður klippti meðal annars Blóðrautt sólarlag, mynd Hrafns 1977.
Félagarnir Megas, Hilmar og Hrafn ræða um flösku af Calvados frá 1983, sem Hrafn fékk að gjöf í Rúðuborg fyrir um það bil 20 árum, en ákvað að opna í tilefni veislunnar í ár.
Rúmlega þrítug vínflaska opnuð Félagarnir Megas, Hilmar og Hrafn ræða um flösku af Calvados frá 1983, sem Hrafn fékk að gjöf í Rúðuborg fyrir um það bil 20 árum, en ákvað að opna í tilefni veislunnar í ár.
Stemning á pallinum hjá Hrafni með frábæru útsýni. Á myndinni má einnig sjá Hörginn, trúarhof sem Hilmar allsherjargoði vígði í júní 2014. Að sögn Hrafns er Hörgurinn eina helga véið hér á landi. Í hofinu er að finna trúartákn kristni, ásatrúar og islam. Turninn sem bobbingarnir tróna á kemur úr gamla Goðafossi og grafíklistaverkið er eftir Þorsteinn Davíðsson. Öllum er frjáls umferð um hörginn.
Glatt á palli Stemning á pallinum hjá Hrafni með frábæru útsýni. Á myndinni má einnig sjá Hörginn, trúarhof sem Hilmar allsherjargoði vígði í júní 2014. Að sögn Hrafns er Hörgurinn eina helga véið hér á landi. Í hofinu er að finna trúartákn kristni, ásatrúar og islam. Turninn sem bobbingarnir tróna á kemur úr gamla Goðafossi og grafíklistaverkið er eftir Þorsteinn Davíðsson. Öllum er frjáls umferð um hörginn.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024