Það þarf þrautseigju til að ná árangri, eins og þetta heimsfræga hæfileikafólk mátti reyna.
Elvis Presley Presley, sem hér sést með eiginkonu sinni Pricillu og Lisu dóttur þeirra, var alls óþekktur árið 1954 þegar hann steig á svið á þekktri sveitatónlistarhátíð. Framkvæmdastjóri hátíðarinnar sagði við hann, eftir að hafa fylgst með honum syngja eitt lag: „Þú ert ekki að fara að gera neitt merkilegt, sonur sæll. Þú ættir að halda þig við það að vera vörubílstjóri.“
Fred Astaire Leikstjóri skrifaði minnisblað eftir fyrstu prufumyndatöku Fred Astaire. Þar stóð: „Getur ekki leikið. Getur ekki sungið. Er að fá skalla. Getur dansað smávegis“. Astaire er einn frægasti dansari sögunnar. Hann geymdi alla tíð þetta minnisblað á heimili sínu í Beverly Hills.
Steven Spielberg Spielberg er talinn meðal bestu leikstjóra kvikmyndasögunnar. Þrisvar var umsókn hans um skólavist í virtum kvikmyndaháskóla í Kaliforníu hafnað. Hann hóf nám í öðrum kvikmyndaháskóla en hætti námi til að einbeita sér að leikstjórn. Framhaldið þekkja allir.
Sidney Poitier Eftir að hafa farið í fyrstu prufutöku sína sagði leikstjórinn við Poitier: „Af hverju hættirðu ekki að eyða tíma fólks til einskis? Farðu og vertu uppvaskari einhvers staðar“. Poitier hét sjálfum sér því að ná árangri og varð virtur og vinsæll leikari. Hann var fyrstur svartra karlleikara til að vinna til Óskarsverðlauna.