fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Fókus

Díana mamma

Kolbrún Bergþórsdóttir
Þriðjudaginn 1. ágúst 2017 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska sjónvarpsstöðin ITV sýndi nýlega heimildamynd þar sem synir Díönu prinsessu ræddu opinskátt um samband sitt við hana. Myndin hefur vakið gríðarlega athygli en prinsarnir voru afar einlægir og jafnvel klökkir þegar þeir töluðu um móður sem þeir sögðu hafa umvafið þá ást. Harry sagðist enn muna eftir hlátri hennar og föstum faðmlögum. Vilhjálmur segist hugsa um móður sína svo að segja á hverjum degi, myndir af henni sé á heimili hans og eiginkonu hans og hann tali um Díönu ömmu við tvö ung börn sín.

Prinsarnir töluðu um síðasta símtalið sem þeir fengu frá móður sinni nokkrum klukkustundum áður en hún lést. Þeir voru að leik úti við og voru kallaðir inn til að tala við hana, en kvöddu eftir skamma stund. Þeir sögðu báðir að það hvíldi þungt á þeim að hafa ekki gefið sér meiri tíma til að tala við hana, en þeir stóðu í þeirri trú að þeir myndu hitta hana mjög fljótlega.

Eftir sýningu myndarinnar hafði Harry samband við framleiðendur hennar og sagðist nokkrum sinnum hafa verið gráti nær við áhorfið. Hann sagði myndina frábæra og hið sama segja flestir þeir sem hafa séð hana. Frægir einstaklingar tjáðu sig um myndina. Þar á meðal var Naomi Campbell en ljósmyndum af henni, Cindy Crawford og Christy Turlington brá fyrir í þættinum. Vilhjálmur var sem unglingur með plakatmyndir af þeim í herbergi sínu og dag einn þegar hann kom heim voru fyrirsæturnar frægu mættar og biðu eftir honum. Díana hafði gert þeim boð til að stríða syni sínum. Vilhjálmur segist hafa sótroðnað þegar hann sá þær augliti til auglitis og stamað og hixtað og dottið í stiganum á leið upp í herbergi sitt.

Naomi Campbell sagði á Tvitter að hún hugsaði til prinsanna og sagði Díönu hafa verið fallega móður bæði að innan og utan. Sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan sagðist aldrei hafa hitt jafn töfrandi, grallaralega. ástríðufulla og flókna manneskju og Díana var.

Það hefur vakið nokkra athygli að þótt prinsarnir hafi minnst á föður sinn var það gert í hlutlausum tón og ekki var haft orð á því að hann væri ástríkur faðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Er steinhissa á því sem hann sér aftur og aftur á Íslandi

Er steinhissa á því sem hann sér aftur og aftur á Íslandi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tímamót hjá Helga Ómars – „Af einhverjum óútskýranlegum ástæðum er það rétt“

Tímamót hjá Helga Ómars – „Af einhverjum óútskýranlegum ástæðum er það rétt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hera Björk varð fyrir hatrammri aðför: „Þetta var í hundraðatali og endaði í þúsundatali og var augljóslega skipulagt“

Hera Björk varð fyrir hatrammri aðför: „Þetta var í hundraðatali og endaði í þúsundatali og var augljóslega skipulagt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrum landbúnaðarráðherra og sagnamaður selur miðbæjarperlu á Selfossi

Fyrrum landbúnaðarráðherra og sagnamaður selur miðbæjarperlu á Selfossi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina