Jon Bon Jovi, söngvari og forsprakki hljómsveitarinnar Bon Jovi, er greinilega að hugsa sér til hreyfings og nú fæst íbúð hans í West Village á Manhattan í New York fyrir klink. 17,25 milljónir dollara er verðmiðinn, sem er um 1,8 milljarður íslenskra króna. Íbúðaverð virðist hækka líka vestanhafs eins og hér heima, þar sem Jon Bon keypti íbúðina á 12,87 milljónir dollara árið 2015.
Íbúðin er með sjö herbergi, þar af fjögur svefnherbergi og 4 og hálft baðherbergi eins og segir í lýsingu hennar hjá fasteignasölunni. Íbúðin er á tveimur hæðum, henni fylgir 140 fermetra garður og útsýnið yfir Hudson ánna er stórfenglegt.
Á meðal stjörnunágranna eru leikarinn Ben Stiller og fyrirsætan Irina Shayk. Sannarlega glæsileg eign á besta stað í New York.
Nálgast má frekari upplýsingar um eignina hér