fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fókus

Kraftaverkið í Dunkirk – Þegar vonin er eina vopnið

Sambíóin sýna nýjustu mynd Christopher Nolan

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 27. júlí 2017 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Seinni heimstyrjöldin hefur komið við sögu í fjölda kvikmynda, enda atburður sem snerti alla heimsbyggðina og því kjörið sögusvið leikinna kvikmynda. Sú nýjasta þeirra, stórmyndin Dunkirk í leikstjórn Christopher Nolan, var frumsýnd miðvikudaginn 19. júlí síðastliðinn í Sambíóunum.

Dunkirk fjallar um aðgerðina Dynamo sem átti sér stað dagana 26. maí til 4. júní árið 1940 þegar Bretum og bandamönnum þeirra tókst að bjarga um 340 þúsund hermönnum úr sjálfheldu við strendur og höfnina í Dunkirk í Frakklandi og yfir Ermarsundið, þrátt fyrir stanslausar árásir þýskra orrustuflugmanna, sem fengið höfðu skipun um að granda öllum bátum og skipum sem freista myndu þess að bjarga hermönnunum. Atburðurinn, sem er eitt magnaðasta björgunarafrek sögunnar, hefur fengið viðurnefnið „kraftaverkið í Dunkirk.“

Leikstjórinn Christopher Nolan, skrifar jafnframt handrit myndarinnar og er annar framleiðanda hennar. Dunkirk er tíunda mynd hans í fullri lengd og á meðal fyrri mynda hans má nefna Batman þríleikinn, Memento og Interstellar. Hafa myndir Nolan jafnan fengið góðar viðtökur og dóma, verið tilefndar til og unnið til verðlauna og ratað inn á fjölda topplista víðsvegar um heiminn.
Christopher Nolan Leikstjórinn Christopher Nolan, skrifar jafnframt handrit myndarinnar og er annar framleiðanda hennar. Dunkirk er tíunda mynd hans í fullri lengd og á meðal fyrri mynda hans má nefna Batman þríleikinn, Memento og Interstellar. Hafa myndir Nolan jafnan fengið góðar viðtökur og dóma, verið tilefndar til og unnið til verðlauna og ratað inn á fjölda topplista víðsvegar um heiminn.
Hinn tvítugi Fionn Whitehead leikur aðalhlutverk Dunkirk. Hann vann við uppvask í Waterloo í London og í frítíma sínum reyndi hann fyrir sér í hverri áheyrnarprufunni á fætur annarri.
Nýstirni Hinn tvítugi Fionn Whitehead leikur aðalhlutverk Dunkirk. Hann vann við uppvask í Waterloo í London og í frítíma sínum reyndi hann fyrir sér í hverri áheyrnarprufunni á fætur annarri.

Ungur og óreyndur í aðalhlutverki

Þegar kom að prufum fyrir Dunkirk vissi Whitehead ekkert um myndina annað en titillinn og um hvað hún fjallaði. „Það vissi enginn hversu margar sögupersónur væru, hverjar þær væru, aldur, „plottið,“ eða annað. Þetta var allt mjög leynilegt,“ sagði hann í viðtali við LA Times. Þegar honum var síðan boðið hlutverkið, var hann orðlaus þegar í ljós kom að það væri aðalhlutverkið. Hann fór því í að kynna sér sögur þeirra sem komumst lífs af.

„Eitt það fyrsta sem þú tekur eftir þegar þú kynnir þér Dunkirk, er hversu ungir og óreyndir hermennirnir voru,“ sagði Nolan um val sitt á Whitehead. „Mér fannst því mjög mikilvægt, sérstaklega fyrir hlutverk Fionn´s, að finna einhvern alveg nýjan.“

Og það er Whitehead svo sannarlega, því ferilskráin innihélt aðeins leik í Him, þriggja þátta sjónvarpsseríu. Næsta mynd hans á eftir Dunkirk er The Children Act, byggð á bók Ian McEwan, þar sem hann mun leika á móti Emmu Thompson og Stanley Tucci. Í Dunkirk leikur Whitehead, hermanninn Tommy og upplifir áhorfandinn aðstæður í Dunkirk í gegnum augu og eyru Tommy. Ætla má að björt framtíð sé framundan fyrir Whitehead kjósi hann svo, en sjálfur segist hann bara taka því sem að höndum ber.

Dunkirk var tekin upp sumarið 2016 bæði við Dunkirk og í Los Angeles og það er einvala lið leikara sem fer með helstu hlutverk.

Breski leikarinn og framleiðandinn leikur nú í þriðju mynd Nolan, hinar eru Inception (2010) og The Dark Knight Rises (2012). Hardy kom fyrst fram á hvíta tjaldinu 2001 í mynd Ridley Scott Black Hawk Down og var tilnefndur til Óskarsverðlauna sem bestu leikari í aukahlutverki fyrrir The Revenant (2015).
Tom Hardy Breski leikarinn og framleiðandinn leikur nú í þriðju mynd Nolan, hinar eru Inception (2010) og The Dark Knight Rises (2012). Hardy kom fyrst fram á hvíta tjaldinu 2001 í mynd Ridley Scott Black Hawk Down og var tilnefndur til Óskarsverðlauna sem bestu leikari í aukahlutverki fyrrir The Revenant (2015).
Írski leikarinn leikur nú í fimmtu myndinni undir leikstjórn Nolan, hinar eru Inception (2010) og The Dark Knight trílógían (2005-2012). Murphy hefur leikið jöfnum höndum á sviði og í kvikmyndum, bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum og hefur tilnefndur til og unnið til verðlauna í heimalandinu bæði fyrir leik á sviði og í sjónvarpi.
Cillian Murphy Írski leikarinn leikur nú í fimmtu myndinni undir leikstjórn Nolan, hinar eru Inception (2010) og The Dark Knight trílógían (2005-2012). Murphy hefur leikið jöfnum höndum á sviði og í kvikmyndum, bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum og hefur tilnefndur til og unnið til verðlauna í heimalandinu bæði fyrir leik á sviði og í sjónvarpi.
Breski leikarinn er einn virtasti sviðsleikarinn í heimalandi hans og hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir hlutverk sín á sviði, í sjónvarpi og í kvikmyndum. Hann vann meðal annars Bafta og Óskarsverðlaun fyrir kvikmyndina Bridge of Spies 2015.
Mark Rylance Breski leikarinn er einn virtasti sviðsleikarinn í heimalandi hans og hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir hlutverk sín á sviði, í sjónvarpi og í kvikmyndum. Hann vann meðal annars Bafta og Óskarsverðlaun fyrir kvikmyndina Bridge of Spies 2015.
Írski leikarinn, leikstjórinn, framleiðandinn og handritshöfundurinn er vel þekktur fyrir leik sinn og leikstjórn í mörgum myndum byggður á verkum William Shakespeare, en hann hefur einnig leikið í fjölda annarra mynda og í sjónvarpsþáttum. Branagh hefur verið tilnefndur til fjölda verðlauna, meðal annars Óskars og Golden Globe verðlauna og hefur unnið fjölda verðlauna, meðal annars BAFTA og Emmy verðlaun. Hann var aðlaður árið 2012.
Kenneth Branagh Írski leikarinn, leikstjórinn, framleiðandinn og handritshöfundurinn er vel þekktur fyrir leik sinn og leikstjórn í mörgum myndum byggður á verkum William Shakespeare, en hann hefur einnig leikið í fjölda annarra mynda og í sjónvarpsþáttum. Branagh hefur verið tilnefndur til fjölda verðlauna, meðal annars Óskars og Golden Globe verðlauna og hefur unnið fjölda verðlauna, meðal annars BAFTA og Emmy verðlaun. Hann var aðlaður árið 2012.
Nýliðarnir í leikarahópnum og fremstir meðal yngri leikara myndarinnar eru Fionn Whitehead, sem leikur aðalhlutverkið, Aneurin Barnard og Harry Styles, sem reynir nú fyrir sér á nýju sviði, en hann er söngvari hljómsveitarinnar One Direction. Til gamans má geta þess að það láðist að spyrja Styles þegar hann var ráðinn hvort hann væri syndur, sem var forsenda fyrir hlutverk myndarinnar. Sem betur fer er hann það, en hann hefur sagt það í viðtökum að það sé engu að síður verulega þreytandi og krefjandi að vera í tökum í vatni í langan tíma fullklæddur.
Fulltrúar yngri kynslóðarinnar Nýliðarnir í leikarahópnum og fremstir meðal yngri leikara myndarinnar eru Fionn Whitehead, sem leikur aðalhlutverkið, Aneurin Barnard og Harry Styles, sem reynir nú fyrir sér á nýju sviði, en hann er söngvari hljómsveitarinnar One Direction. Til gamans má geta þess að það láðist að spyrja Styles þegar hann var ráðinn hvort hann væri syndur, sem var forsenda fyrir hlutverk myndarinnar. Sem betur fer er hann það, en hann hefur sagt það í viðtökum að það sé engu að síður verulega þreytandi og krefjandi að vera í tökum í vatni í langan tíma fullklæddur.

Dunkirk hefur fengið gríðarlega góða dóma vestanhafs og er hún með 9,6 í einkunn á IMDB.

Íslendingur yfirmaður leikmyndar

Vð Íslendingar eigum fulltrúa við gerð myndarinnar, en Eggert Ketilsson, leikmyndahönnuður og brellusérfræðingur, er yfirmaður leikmyndar. Eggert hefur komið að gerð fleiri stórmynda, eins og unnið að brellugerð (special effects) við Star Wars: The Force Awakens og Rouge One úr Stjörnustríðsseríunni, Thor: The Dark World og Journey to the Center of the Earth. Þá hafði hann yfirumsjón með leikmynd og öðrum sjón- og listrænum þáttum (art direction) í Dunkirk og þáttaröðunum Sense8 og Halo:Nightfall.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=F-eMt3SrfFU?rel=0&hd=1&wmode=transparent]
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir