fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
Fókus

Öflugt tvíeyki hjá Spielberg

Kolbrún Bergþórsdóttir
Þriðjudaginn 25. júlí 2017 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steven Spielberg vinnur að nýrri kvikmynd og þar munu Tom Hanks og Meryl Streep sjást saman í fyrsta sinn á hvita tjaldinu. Myndin nefnist The Papers og er gerð eftir ævisögu Katharine Graham, eiganda Washington Post. Sú bók nefnist Personal History og hlaut á sínum tíma Pulitzer-verðlaunin.

Meryl Streep leikur Graham og Hanks fer með hlutverk ritstjóra Washington Post, Ben Bradlee. Graham lést árið 2001 af völdum höfuðáverka, 84 ára gömul. Bradley lést árið 2014, 93 ára gamall. Leikarinn Jason Robards lék hann í hinni frægu mynd All the President’s Men og hlaut verðskulduð Óskarsverðlaun fyrir leik sinn.

Fróðlegt verður að sjá hvernig Hanks mun takast upp en hann er tvöfaldur Óskarsverðlaunahafi. Streep, sem hefur þrisvar sinnum unnið til Óskarsverðlauna, leikur nú í fyrsta sinn í mynd sem Spielberg leikstýrir, en þetta er í fimmta sinn sem Hanks vinnur með leikstjóranum. Spielberg hefur einnig fengið til liðs við sig eftirlætis tónskáld sitt, John Williams, en þetta er í tuttugasta og áttunda sinn sem þeir vinna saman.

Í myndinni er sjónum beint að Pentagon skjölunum svonefndu um afskipti Bandaríkjamanna af Víetnam, en Washington Post birtu þau árið 1971. Myndin verður frumsýnd í lok árs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Love Island-sigurvegari dæmdur í fangelsi í óvenjulegu máli

Love Island-sigurvegari dæmdur í fangelsi í óvenjulegu máli
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jörundur og Magdalena selja risíbúð í retró-stíl

Jörundur og Magdalena selja risíbúð í retró-stíl
Fókus
Fyrir 4 dögum

Frosti segir langflesta landsmenn ekki kunna að keyra í snjó – „Það er alveg ljóst“

Frosti segir langflesta landsmenn ekki kunna að keyra í snjó – „Það er alveg ljóst“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ugla Stefanía vandar umtöluðustu bíómynd ársins ekki kveðjuna: „Hún er alveg agaleg“

Ugla Stefanía vandar umtöluðustu bíómynd ársins ekki kveðjuna: „Hún er alveg agaleg“