fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fókus

Fólkið sem vill ekki ofdekra börnin

Kolbrún Bergþórsdóttir
Mánudaginn 24. júlí 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þau eiga það sameiginlegt að vita ekki aura sinna tal en vilja ekki ofdekra börn sín. Um leið er þetta fólk sem styrkir alls kyns góð málefni. Flestir ætla að láta stóran hluta auðs síns renna til góðgerðarmála eftir sinn dag. Engin ástæða er þó til að ætla að börnin verði sett úti á guð og gaddinn þótt þau fái ekki allan peninginn.

Bill Gates hefur sagt að hann telji sig ekki gera börnum sínum greiða með því að arfleiða þau að miklum auð. Hann og eiginkona hans ætla að láta megnið af auði sínum renna til góðgerðamála.
Bill og Melinda Gates Bill Gates hefur sagt að hann telji sig ekki gera börnum sínum greiða með því að arfleiða þau að miklum auð. Hann og eiginkona hans ætla að láta megnið af auði sínum renna til góðgerðamála.

Elton John á tvo syni og segist vilja skapa þeim fjárhagslegt öryggi. Um leið segir hann skelfilegt að alast upp með silfurskeið í munninum. Það eyðileggi líf viðkomandi. Hann segist vilja ala syni sína upp þannig að þeir beri virðingu fyrir vinnu og eðlilegu lífi.
Elton John Elton John á tvo syni og segist vilja skapa þeim fjárhagslegt öryggi. Um leið segir hann skelfilegt að alast upp með silfurskeið í munninum. Það eyðileggi líf viðkomandi. Hann segist vilja ala syni sína upp þannig að þeir beri virðingu fyrir vinnu og eðlilegu lífi.

Sjónvarpskokkurinn vinsæli segir að þegar börn hennar hafi lokið skólagöngu muni þau þurfa að sjá fyrir sér sjálf. „Það eyðileggur fólk að þurfa ekki að vinna fyrir sér,“ segir hún en þvertekur um leið fyrir að ætla að gera börnin arflaus.
Nigella Lawson Sjónvarpskokkurinn vinsæli segir að þegar börn hennar hafi lokið skólagöngu muni þau þurfa að sjá fyrir sér sjálf. „Það eyðileggur fólk að þurfa ekki að vinna fyrir sér,“ segir hún en þvertekur um leið fyrir að ætla að gera börnin arflaus.

Auðjöfurinn hefur oft sagst hafa engan áhuga á því að arfleiða fjölskyldumeðlimi að auði sínum, en hann á þrjú börn.  Hann segir rangt að byggja upp fjölskylduveldi auðmanna meðan stór hluti jarðarbúa svelti. Hann hefur heitið því að láta 99 prósent af auði sínum renna til góðgerðarmála og hefur hvatt aðra auðmenn til að gera það sama.
Warren Buffett Auðjöfurinn hefur oft sagst hafa engan áhuga á því að arfleiða fjölskyldumeðlimi að auði sínum, en hann á þrjú börn. Hann segir rangt að byggja upp fjölskylduveldi auðmanna meðan stór hluti jarðarbúa svelti. Hann hefur heitið því að láta 99 prósent af auði sínum renna til góðgerðarmála og hefur hvatt aðra auðmenn til að gera það sama.

Leikarinn  segist ætla að láta auð sinn renna til góðgerðarsamtaka og sonurinn fái ekkert. „Hann getur sjálfur unnið fyrir sínum peningum,“ sagði Chan í viðtali.
Jackie Chan Leikarinn segist ætla að láta auð sinn renna til góðgerðarsamtaka og sonurinn fái ekkert. „Hann getur sjálfur unnið fyrir sínum peningum,“ sagði Chan í viðtali.

Stofnandi Facebook og eiginkona hans lýstu því yfir eftir fæðingu dóttur sinnar að þau myndu gefa 99 prósent af auðæfum sínum til góðgerðarmála
Mark Zuckerberg Stofnandi Facebook og eiginkona hans lýstu því yfir eftir fæðingu dóttur sinnar að þau myndu gefa 99 prósent af auðæfum sínum til góðgerðarmála

Tónlistarmaðurinn Sting, sem hefur látið miklar fjárhæðir renna til góðgerðarmála, segist hafa sagt börnum sínum að þau skuli ekki búast við miklum arfi. Hann segist vitaskuld myndu aðstoða börn sín væru þau í fjárhagsvandræðum en til þess hefði þó ekki komið því börnin sæju fyrir sér sjálf og hefðu sterka siðferðisvitund.
Sting Tónlistarmaðurinn Sting, sem hefur látið miklar fjárhæðir renna til góðgerðarmála, segist hafa sagt börnum sínum að þau skuli ekki búast við miklum arfi. Hann segist vitaskuld myndu aðstoða börn sín væru þau í fjárhagsvandræðum en til þess hefði þó ekki komið því börnin sæju fyrir sér sjálf og hefðu sterka siðferðisvitund.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir