fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
Fókus

Ósáttur við að þurfa að kveðja Kermit

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 23. júlí 2017 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Disney félagið rak nýlega Steve Whitmire sem ljáði froskinum Kermit rödd sína í 27 ár. Whitmire er afar ósáttur við uppsögnina. Hann segir ástæðu hennar vera þá að hann hafi gert athugasemdir við breytingar á karakter Kermit, sem hann segir vera í andstöðu við það sem Jim Henson, skapari frosksins ástsæla, hefði viljað. Í sjónvarpsþætti átti Kermit að ljúga að frænda sínum um skilnað sinn og Piggy. Whitmore sagði það ekki í karakter Kermit að ljúga og mun hafa haft það mörg orð.

Úr herbúðum Disney kemur önnur skýring, semsagt sú að framkoma Whitmire hefði í langan tíma verið ófagmannleg og því hefði verið gripið til þess ráðs að reka hann. Sú erfiða ákvörðun hefði verið tekin í samráði við fjölskyldu Henson sem hafi gefið samþykki sitt. Það var einmitt fjölskylda Henson sem fékk Whitmire til að verða rödd Kermit eftir lát Henson árið 1990. Whitmire, sem var á sínum tíma við dánarbeð Henson, segist aldrei munu gleyma þeim töfrum sem fylgja froskinum ástsæla. Þeir sem hitti Kermit fái alveg sérstakan glampa í augun.

Kermit hefur nú fengið nýja rödd og sá sem þar kemur við sögu heitir Matt Vogel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Love Island-sigurvegari dæmdur í fangelsi í óvenjulegu máli

Love Island-sigurvegari dæmdur í fangelsi í óvenjulegu máli
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jörundur og Magdalena selja risíbúð í retró-stíl

Jörundur og Magdalena selja risíbúð í retró-stíl
Fókus
Fyrir 4 dögum

Frosti segir langflesta landsmenn ekki kunna að keyra í snjó – „Það er alveg ljóst“

Frosti segir langflesta landsmenn ekki kunna að keyra í snjó – „Það er alveg ljóst“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ugla Stefanía vandar umtöluðustu bíómynd ársins ekki kveðjuna: „Hún er alveg agaleg“

Ugla Stefanía vandar umtöluðustu bíómynd ársins ekki kveðjuna: „Hún er alveg agaleg“