fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Fókus

Sigrarnir stórir sem smáir

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 22. júlí 2017 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Lífið er kapphlaup“ segir máltækið og víst er að svo á við um marga sem keppast við það alla ævi að flýta sér í gegnum lífið, gera allt, eignast allt, verða allt og helst á sem fullkomnastann hátt um leið, eins og tískublað beint úr prentsmiðjunni. Og gleyma jafnvel að njóta lífsins á leiðinni.

En lífið er til að hafa gaman af og njóta, gera allt eins vel og maður getur og fjandinn hafi það ef það tekst ekki, þá er bara annar dagur og annað tækifæri á morgun. Verkefnin í lífinu eru fjölmörg og alla daga stöndum við frammi fyrir valkostum og áskorunum, smærri sem stærri, sem við veljum að takast á við eða ekki, sem við veljum að sigrast á eða ekki, að taka þátt í eða ekki.

Suma daga er það hreinlega afrek að komast fram úr rúminu á morgnana, dagana þegar mann langar helst bara að breiða sængina yfir haus og vakna einhverntíma löngu síðar. En maður rífur sig á fætur, girðir sig í brók og mætir hvert sem maður á að mæta, brosir og endurtekur ferlið, þar til sigrast er á því sem fær mann til að vilja ekki fara á fætur.

Daglegu áskoranirnar, sem og keppnisáskoranir, sigrarnir litlir sem stórir eru allir þess virði. Sigrar sem maður vinnur fyrst og fremst fyrir sjálfan sig, sem einstaklingur. Sem liðsmaður getur maður aðeins gert sitt besta og ætlast til þess sama af hinum. Í keppnisíþróttum komast færri á verðlaunapall, en allir þátttakendur vinna persónulega sigra.
Þegar öllu er á botninn snýst lífið um að skora á sjálfan sig , sigra sjálfan sig og verða betri einstaklingur dag hvern. Allt annað er bara plús.

Kær kveðja, Ragna
ragna@dv.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Skilaboð Ragnhildar til þeirra sem sýna trans fólki fordóma

Skilaboð Ragnhildar til þeirra sem sýna trans fólki fordóma
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ömurlegt atvik á klósettunum á Þjóðhátíð – „Það voru stelpur í kringum tvítugt“

Ömurlegt atvik á klósettunum á Þjóðhátíð – „Það voru stelpur í kringum tvítugt“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall
Fókus
Fyrir 6 dögum

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg