fbpx
Miðvikudagur 12.mars 2025
Fókus

32 ár liðin frá Live Aid

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 13. júlí 2017 12:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag eru 30 ár liðin frá stærstu tónleikum allra tíma, Live Aid. Tónleikarnir voru skipulagðir af Bob Geldof og Midge Ure til styrktar Eþíópíu, en allt byrjaði þetta með jólalaginu Do They Know It´s Christmas, sem tekið var upp í nóvember 1984.

Tvennir tónleikar voru haldnir samtímis á Wembley leikvanginum í London og John F.Kennedy Stadium í Pennsylvaníu, Bandaríkjunum. 200 þúsund áhorfendur sóttu tónleikana og áætlað er að um 1,9 milljarður áhorfenda hafi horft á beina útsendingu í 150 löndum.

Stærstu stjörnur þessa tíma tróðu upp og þar á meðal má nefna Ultravox, Queen, Sting, Elton John og Spandau Ballett Í London og Duran Duran, Madonnu, Eric Clapton, Simple Minds, Bryan Adams og The Four Tops í Pennsylvaníu. Phil Collins gerði sér lítið fyrir og tróð upp á báðum stöðum. Þetta er viðburður sem öll börn 80’s tímabilsins muna vel eftir, enda mátti þarna berja augum allar stjörnur þess tíma á sama viðburðinum.

Að öðrum listamönnum ólöstuðum þótti breska sveitin Queen eiga bestu frammistöðuna, en þeir spiluðu sex lög. Flutningur þeirra hefur síðan verið valinn sem besti live flutningur allra tíma í rokksögunni af meira en sextíu listamönnum, gagnrýnendum og aðilum í tónlistarbransanum.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=A22oy8dFjqc?rel=0&hd=1&wmode=transparent]
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Gyða tók sprettinn heim ef hún heyrði í sjúkrabíl – „Ég var alltaf viss um að þetta væri dagurinn sem þeir væru að sækja hana, þetta væri bara búið“

Gyða tók sprettinn heim ef hún heyrði í sjúkrabíl – „Ég var alltaf viss um að þetta væri dagurinn sem þeir væru að sækja hana, þetta væri bara búið“
Fókus
Í gær

„Ég áttaði mig á því að sjúklingar þurfa að vita af þessu, hjúkrunarfræðingar þurfa að vita af þessu“

„Ég áttaði mig á því að sjúklingar þurfa að vita af þessu, hjúkrunarfræðingar þurfa að vita af þessu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Beggi Ólafs daðraði við ókunnuga konu og leitar nú að henni – „Sendu mér skilaboð svo ég geti fundið þig“

Beggi Ólafs daðraði við ókunnuga konu og leitar nú að henni – „Sendu mér skilaboð svo ég geti fundið þig“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tinna færir kirkjuna nær fólkinu með samfélagsmiðlum

Tinna færir kirkjuna nær fólkinu með samfélagsmiðlum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þakklát fyrir erfiðleikana – „Ég þorði að vera berskjölduð, ég þorði að vera ég“

Þakklát fyrir erfiðleikana – „Ég þorði að vera berskjölduð, ég þorði að vera ég“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hreinskilin með brjóstastækkunina og sýnir útkomuna

Hreinskilin með brjóstastækkunina og sýnir útkomuna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Jesse Eisenberg orðinn pólskur ríkisborgari

Jesse Eisenberg orðinn pólskur ríkisborgari
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sjáðu fyrir og eftir myndirnar: Áhrifavaldurinn sem vildi líkjast Instagram-filter hefur látið leysa upp fylliefnin í andlitinu

Sjáðu fyrir og eftir myndirnar: Áhrifavaldurinn sem vildi líkjast Instagram-filter hefur látið leysa upp fylliefnin í andlitinu