fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fókus

„Björn Óli, við erum gjaldþrota!“

Björn Óli stýrir Isavia á gríðarlegum uppgangstímum – Mesta áskorunin að taka ábyrgð á 800 vannærðum börnum – Byggði upp stjórnsýslu í Kósóvó

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 4. júní 2017 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Það má sannarlega segja um Björn Óla Hauksson, rekstrarverkfræðinginn sem hugðist færa Ísland inn í nútímann í upphafi tíunda áratugarins með tölvuvæðingu framleiðslu í landinu. En örlögin gripu í taumana og stutt námskeið uppi í Borgarfirði árið 1991 leiddi Björn Óla til mannúðarstarfa í Austurlöndum nær og síðar í Afríku. Að því loknu stýrði hann einu af minnstu sveitarfélögum Íslands og fór svo þaðan beint í að byggja upp heilt þjóðfélag sem átti sér enga stjórnsýslulega innviði, Kósóvó. Í dag stýrir þessi maður margra verka flugmálum á Íslandi á tímum þar sem vöxtur er slíkur að vart er nokkru saman að jafna.

„Björn Óli, við erum gjaldþrota!“

Það er augljóst að til þess að takast á við verkefni af þessu tagi þarf sterk bein og jákvæða lífssýn. Það virðist Björn Óli hvort tveggja hafa í miklum mæli. „Kannski er það vegna þess að ég hef upplifað svo margt af svona hlutum að ég get sagt að ég hef aldrei upplifað neitt slæmt sem endar samt ekki á einhvern jákvæðan hátt. Ergo, ég er svona frekar jákvæður náungi.

Kannski má segja að það hafi líka birst, svo við stökkvum nokkur ár fram í tímann, á fyrsta vinnudeginum mínum sem forstjóri sameinaðs Keflavíkurflugvallar. Það var 6. október árið 2008. Þá kom ég inn á skrifstofu sem átti að verða skrifstofan mín og þar sat fyrir Elín Árnadóttir, sem þá var framkvæmdastjóri Flugstöðvarinnar en er nú aðstoðarframkvæmdastjóri Isavia.

Ég heilsaði henni hátíðlega en hún var nú ekkert að heilsa mér. Ég skildi þetta ekki alveg, velti fyrir mér hvort henni þætti svona óþægilegt að þarna væri kominn þessi nýi forstjóri á fyrsta degi í starfi. En eftir svolitla stund leit hún upp á mig og sagði:

Björn Óli, við erum gjaldþrota!

Þetta voru fyrstu orðin sem ég heyrði í nýju starfi. Okkur tókst nú hins vegar, með miklu átaki og vinnu góðs fólks, að snúa stöðunni við. Þannig að ég er alltaf að lenda í einhverju svona en ég er bjartsýnn að eðlisfari og ef maður vinnur hlutina vel þá kemur alltaf eitthvað jákvætt út úr því.“

Þetta er hluti af helgarviðtali DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Play býður Katrínu Halldóru frítt flug á annan áfangastað – Vilja fá úttekt sambærilega við Tenerife-gagnrýnina sem lét þjóðina nötra

Play býður Katrínu Halldóru frítt flug á annan áfangastað – Vilja fá úttekt sambærilega við Tenerife-gagnrýnina sem lét þjóðina nötra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ellý spáði fyrir örlögum Arnars í desember – „Heilinn í honum, hann hugsar öðruvísi en aðrir þjálfarar“

Ellý spáði fyrir örlögum Arnars í desember – „Heilinn í honum, hann hugsar öðruvísi en aðrir þjálfarar“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að ótrúlegir hlutir hafi gerst þegar hún hætti að borða ávexti, grænmeti og kolvetni

Segir að ótrúlegir hlutir hafi gerst þegar hún hætti að borða ávexti, grænmeti og kolvetni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Getur verið að úrslitum í handbolta sé viljandi hagrætt?

Getur verið að úrslitum í handbolta sé viljandi hagrætt?