Fjölbreytt tónlistar- og mannlífsflóra
Tónlistarhátíðin Secret Solstice fór fram í Laugardalnum helgina 15.–18. júní og var þetta í fjórða sinn sem hátíðin er haldin. Þar sem hátíðin er ung að árum er hún enn að læra, bæði á tónlistargesti og umhverfið, veðrið er víst ekkert hægt að tjónka við. En hátíðin var stórskemmtileg og fjölbreytt og mátti finna eitthvað við að vera frá degi fram á nótt, allt eftir áhuga og úthaldi hvers og eins. Tónlistaratriði voru bæði innlend og erlend, stór og þekkt nöfn og nýgræðingar í bland.
Hér fer Kristján Guðjónsson yfir hátíðina í ár, en hér má sjá fjölbreyttar myndir frá mannlífsflóru hátíðarinnar.
Skylmingaþrællinn Blaðamaður Birtu hitti Manu Bennett, sem þekktur er sem Crixus í sjónvarpsþáttunum Spartacus, og vini hans.
Tina og Paunkholm Söng- og leikkonan Bryndís Ásmundsdóttir, sem er Tina Turner Íslands, og Franz Gunnarsson, sem kom fram á sunnudag. Franz er maðurinn á bak við Paunkholm, en hann er þekktur sem meðlimur Ensími og Dr. Spock.
Dimmudrengur og dömurnar Ólöf Erla Einarsdóttir, Silli Geirdal, bassaleikari Dimmu, og Ísgerður Gunnardóttir sem sér um Krakka RÚV.
Bláklædd í bleytunni Kærustuparið Elias Shamsudin bardagakappi og Anna Sveinborg Einarsdóttir.
Coldest sló í gegn Jóel Bjarni, 14 ára, kom og kynnti fatamerki sitt Coldest. Í lok helgarinnar mátti sjá fjölda hátíðargesta í fötum frá honum. Móðir hans, Marlín Birna, er að sjálfsögðu klædd í Coldest, sem og Óliver, vinur þeirra.
Brosmild Einn skemmtilegasti útvarpsmaður landsins, Ólafur Páll Gunnarsson, og kona hans, Stella María Arinbjargardóttir, tóku soninn Sturlaug Hrafn með og barnabarnið Stellu Maríu, sem er dóttir Tinnu Maríu Ólafsdóttur og Emmsjé Gauta.
Séð og Heyrt samstarfskonur Blaðamaður Birtu og fyrrverandi ritstýra og samstarfskona af Séð og Heyrt, Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir.
Músíkalskir vinir Söngvararnir og vinirnir Eyþór Ingi Gunnlaugsson og Andri Ívarsson söngvari, uppistandari og meðlimur Föstudagslaganna og Mourning Coughy voru eldhressir að vanda.
Rokkaðir strákar Vinirnir Birgir Jónsson, trommuleikari Dimmu, og Stefán Magnússon, Herra Eistnaflug og framkvæmdastjóri Hard Rock, fylgdust með. Dimma kemur næst fram á Hard Rock á morgun, laugardaginn 24. júní, og svo á Eistnaflugi í júlí.
Töff í eigin hönnun Steini Glimmer Þóruson, eigandi Steini Design, er alltaf skemmtilegur og flottur til fara. Hann á og rekur eigið tískumerki Steini Design.
Tónlistarpar Parið Benjamín Náttmörður Árnason og Stefanía Svavarsdóttir eru bæði að gera góða hluti í tónlistinni.
Litrík fjölskylda Hlynur Björnsson Maple, Alexia Erla Hildur Hallgrímsdóttir og Ársól Eva, dóttir Hlyns, nutu hátíðarinnar vel klædd í litríkum regnfatnaði.
Músíkölsk fjölskylda Hjónin Eyþóra Kristín Geirsdóttir lögfræðingur og Þráinn Steinsson tæknitröll Bylgjunnar, ásamt dótturinni, Kristín Leu. Eftir Secret Solstice brugðu hjónin sér svo á tónleika Depeche Mode á Ítalíu.
Margir við Valhöll Það var jafnan fjöldi manns við Valhöll, aðalsvið Secret Solstice.
Sólin í felum Þegar leið á hátíðina ákvað sólin að taka „secret“ á þetta og lét sig hverfa. Það hafði samt engin áhrif á gleðina, fólk einfaldlega fjárfesti í regnhlífum, regnkápum og húfum.
Leiðangur Það getur verið gott að vera með góðan stól með sér á tónlistarhátíð. Þessir ungu menn eru að færa sig milli sviða.
Fönkdrottningin Chaka Khan kom fram á fimmtudagskvöldinu og hún kann þetta alveg, enda hefur ferill hennar spannað fimm áratugi.
Frábært fjör Richard Ashcroft og félagar náðu að koma fjöri í mannskapinn áður en Foo Fighters yfirtók sviðið.
Fantagóður á föstudagskvöldi Dave Grohl, forsprakki Foo Fighters, var frábær á sviði, en hljómsveitin kom fram á föstudagskvöldinu.
Youngr Dario Darnell er tónlistarmaðurinn á bak við Youngr, hann kom fram í Gimli á undan Aron Can.
Ungur og vinsæll Þrátt fyrir ungan aldur, bæði í árum og í tónlistinni, er Aron Can einn sá vinsælasti í dag.
Flottur á sviði Karl M. Bjarnarson, söngvari Kiriyama Family, er greinilega orðinn aðdáandi Coldest-fatnaðar.
Tappi tíkarrass Eyþór Arnalds, söngvari Tappa tíkarrass, en sveitin á sér fjölda aðdáenda.
Skemmtilegur á sviði Daði Freyr Lárusson, sem varð í öðru sæti Söngvakeppninnar í ár, var stórskemmtilegur á sviðinu og fylgdist fjöldi fólks með.
Brugðið á leik Dave Grohl, forsprakki Foo Fighters, brá á leik fyrir aðdáendur, ásamt Harper, dóttur sinni. Harper, sem er átta ára, steig á svið og barði taktinn í Queen-laginu We Will Rock You og áhorfendur tóku vel undir.
Flottar vinkonur Vinkonurnar Andrea Ísleifsdóttir og Donna Cruz sem tók þátt í Ungfrú Ísland í fyrra.
Flottar vinkonur Vinkonurnar Dúna, Andrea og Embla Líf skemmtu sér vel um helgina. Dúna er systir GKR rappara sem kom fram á hátíðinni.
Glæsilegar vinkonur Stella Rósinkranz, danskennari og „choreographer“, og Guðrún Jóna Stefánsdóttir.
Barnaflúr Ýmislegt var í boði fyrir börn á hátíðinni, meðal annars að fá sér húðflúr.