fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Fókus

Dreyfuss vill bjarga Ameríku

Kolbrún Bergþórsdóttir
Miðvikudaginn 14. júní 2017 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Richard Dreyfuss segist vilja bjarga landi sínu frá Donald Trump og talar þar í takt við marga starfsfélaga sína í Ameríku. Það kemur hins vegar á óvart að leikarinn segist sjá eftir því að hafa kosið Hillary Clinton í forsetakosningunum því hún sé hagsmunapólitíkus.

Álit hans á Donald Trump er þó enn minna. Í viðtali við Sunday Times rifjar hinn 69 ára gamli leikari upp þegar hann fyrir um það bil þrjátíu árum hitti Trump og þáverandi eiginkonu hans, Mörlu Maples, í boði. Dreyfuss var að tala við Mörlu þegar Trump kom að, þreif í handlegg konu sinnar og hreytti út úr sér:

„Af hverju í fjandanum ertu að tala við hann!“

Hann dró eiginkonu síðan burt. Dreyfuss segist gefa lítið fyrir mann sem hagar sér svona. Um leið segir hann að það megi virða það við Trump að hann hafi skynjað straumana í Ameríku þegar atvinnustjórnmálamenn gerðu það ekki.

„Hann var sá eini sem skynjaði reiðina og óttann sem var alls staðar,“ segir Dreyfuss.

Dreyfuss, sem er með geðhvarfasýki, er enn að syrgja vinkonu sína, Carrie Fisher. „Carrie var einn af nánustu vinum mínum og hún var einnig með geðhvarfasýki,“ segir hann. Hann segist einnig sakna vinar síns, Robins Williams, sem framdi sjálfsmorð árið 2014.

„Ég er ekki mótfallinn því sem hann gerði. Ég dæmi ekki,“ segir Dreyfuss. „Ég trúi því staðfastlega að ég hafi rétt til þess að svipta mig lífi kjósi ég svo. Í mínum huga er það jafn sjálfsagt og að anda.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna