fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Fókus

Kasparov gefur út bók

Kolbrún Bergþórsdóttir
Þriðjudaginn 30. maí 2017 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi heimsmeistari í skák, Garry Kasparov, er höfundur nýrrar bókar þar sem hann fjallar um skáktölvur og mannshugann. Bókin heitir Deep Thinking: Where Machine Intelligence Ends and Human Creativity Begins. Kasparov fjallar meðal annars um skákviðureign sína við ofurtölvuna Deep Blue árið 1997, en hann tapaði fyrir henni, eins og frægt varð. Hann segir ástæðuna vera einfalda, hann hafi teflt illa.

Kasparov býr í New York ásamt þriðju eiginkonu sinni, Daiu, og tveimur börnum þeirra, tíu og tveggja ára. Fjölskyldan eyðir einnig miklum tíma í Króatíu. Kasparov flutti frá Rússlandi fyrir fjórum árum og hefur ekki komið þangað síðan. Hann er harður andstæðingur Pútíns og er ósmeykur við að ræða opinskátt um þau fólskuverk sem hann telur Pútín bera ábyrgð á. Hann sagði nýlega í viðtali við bresku pressuna að hann teldi útilokað að Pútín gæti teflt skák. „Einræðisherrar tefla ekki skák. Pútín getur ekki hugsað fram í tímann. Einræðisherrar hugsa um daginn í dag og daginn á morgun.“

Kasparov segist ekki geta verið öruggur um líf sitt í Rússlandi. „Ég mun ekki fara aftur til Rússlands. Ég er tilbúinn að taka áhættu, en ég er ekki heimskur,“ segir hann. Móðir hans, sem er áttræð, býr í Rússlandi og hann talar við hana á hverjum degi í síma. Þau hittast nokkrum sinnum á ári og þá í Tallinn í Eistlandi, Vilníus í Litháen eða Króatíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna