fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Fókus

Telja að Chris Cornell hafi svipt sig lífi

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 18. maí 2017 13:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margt virðist benda til þess að bandaríski tónlistarmaðurinn Chris Cornell hafi svipt sig lífi. TMZ greinir frá þessu og vísar í heimildir sínar innan lögreglunnar. Cornell, sem var 52 ára, fannst látinn inni í herbergi sínu á MGM Grand Detroit-hótelinu í nótt, en fyrr um kvöldið spilaði hann á tónleikum í borginni.

Cornell var vinsæll tónlistarmaður sem spilaði meðal annars í hljómsveitunum Soundgarden og Audioslave. TMZ vísar í frétt WXYZ-fréttastofunnar í Detroit sem segir að eiginkona Cornells hafi hringt í fjölskylduvin og beðið hann um að athuga með eiginmann sinn. Sá hafi þurft að brjóta sér leið inn í herbergið þar sem hann fann Cornell látinn.

Tekið er fram að dánarorsök hefur ekki verið gefin út opinberlega.

Cornell lætur eftir sig eiginkonu til þrettán ára, Vicky Karayiannis, og eignuðust þau tvö börn saman; Toni, 12 ára og Christopher, 11 ára. Þar áður var Cornell kvæntur Susan Silver og eignuðust þau dótturina Lillian Jean árið 2000.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Díegó fundinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Blómstrar í fyrirtækjarekstri eftir atvinnumennskuna

Blómstrar í fyrirtækjarekstri eftir atvinnumennskuna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2