fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Fókus

Sonur Eastwood fékk ekkert upp í hendurnar

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 9. apríl 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Scott Eastwood, sonur Clints Eastwood, fæddist kannski með silfurskeið í munninum en hefur þó sannarlega þurft að vinna fyrir salti í grautinn. „Pabbi gaf mér aldrei krónu. Hann lét mig vinna fyrir mínu,“ segir hann. Scott er einn af sjö börnum Clints og vinnur fyrir sér sem leikari. Hann segir að í Hollywood hafi hann til að byrja með ekki verið tekinn alvarlega. „Ég er afgreiddur með orðunum: Þú ert sonur Clints Eastwood, þú ert enginn andskotans leikari. Sumir líta enn þannig á. Ég hélt aldrei að ég myndi endast í þessum bransa en nú er mér farið að ganga allt í haginn.“

Nýjasta mynd Scott er Fast and Furious 8, en þar fetar hann í fótspor vinar síns, Paul Walker heitins sem varð stjarna fyrir leik sinn í Fast and Furious-myndunum og lést árið 2013 í bílslysi, fertugur að aldri. Þeir Paul voru vinir í 15 ár og þegar Scott var boðið hlutverkið í Fast and Furious 8 hikaði hann við að taka boðinu. „Því meir sem ég hugsaði um það því sterkari var hugsunin um að Paul fylgdist með mér og segði: Ekki vera idjót, sláðu til.“ Scott segir að við tökur á myndinni hafi honum stundum fundist eins og Paul væri nálægur og þá átt bágt með að halda aftur að tárunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum glamúrfyrirsæta veltir fyrir sér hvort henni hafi yfir höfuð langað að eignast börn – „Þetta var bara eitthvað sem allir gera“

Fyrrum glamúrfyrirsæta veltir fyrir sér hvort henni hafi yfir höfuð langað að eignast börn – „Þetta var bara eitthvað sem allir gera“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tvær skærustu tennisstjörnur heims í rómantískri ferð á Íslandi – Gistu á hóteli þar sem nóttin kostar hálfa milljón

Tvær skærustu tennisstjörnur heims í rómantískri ferð á Íslandi – Gistu á hóteli þar sem nóttin kostar hálfa milljón
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Athyglissjúk stjörnuhjón og bótox

Vikan á Instagram – Athyglissjúk stjörnuhjón og bótox
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aþena Sól var frelsissvipt og pyntuð en vitnið þagði – „Ég elska að sjá þig þjást“

Aþena Sól var frelsissvipt og pyntuð en vitnið þagði – „Ég elska að sjá þig þjást“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Blómstrar í fyrirtækjarekstri eftir atvinnumennskuna

Blómstrar í fyrirtækjarekstri eftir atvinnumennskuna