fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Fókus

Bauð 93 ára ömmu sinni á lokaballið

Björn Þorfinnsson
Fimmtudaginn 6. apríl 2017 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta var dásamlegt. Virkilega skemmtilegt. Það voru um 100 krakkar á ballinu og þau voru afar hlýleg. Þau heilsuðu mér öll með virktum og síðan fékk ég að dansa við Connor. Hann er ekki mikill dansari en það er ég svo sannarlega,“ segir hin 93 ára gamla amma, Betty Jane Keene í samtali við ABC News

Það hefur vakið talsverða athygli vestanhafs að barnabarn Keene, Connor Campbell, ákvað að bjóða ömmu sinni á lokaballið í skólanum sínum. Það var ekki skyndihugdetta.
„Hann bað hana um að koma með sér fyrir ári síðan. Hann lofaði henni því og ítrekaði oft yfir árið að hann myndi bjóða henni,“ segir móðir Connors, Jacqueline Campbell.

Þegar nær dró stóra deginum fór Keene á stjá og valdi sér fallega bleika dragt í uppáhaldsversluninni sinni. „Ég sá dragtina í bæklingi frá uppáhalds búðinni minni. Ég lít alltaf vel út í bleiku. Ég var ljóshærð áður fyrr og mjúkir litir fóru mér alltaf vel. Ég bar flíkina undir Connor og hann vildi endilega að ég myndi kaupa hana,“ segir Keene.
Að sjálfsögðu valdi barnabarn hennar sér bleikt bindi og vesti í stíl við kjólinn. „Hann er svo myndarlegur drengur, “ sagði Keene brosandi.

Dóttir hennar gaf henni fallega bleika skó við kjólinn og síðan skellti hún sér í hárgreiðslu og förðun. „Ég var mjög vel klædd, miðað við að vera 93 ára gömul,“ sagði Keene hress.
Hún hikaði ekki þegar hún var beðin um að velja eftirlætisstund sína frá kvöldinu. „Það var dansinn við Connor. Það var æðislegt,“ sagði hin hressa amma. Hún bætti því síðan við að hún myndi ekki fara með barnabarni sínu að ári. „Ég vil að hann finni sér kærustu,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“