fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Fókus

Kornabarn læsti sig inni í bíl: Skemmti sér konunglega á meðan slökkviliðsmenn björguðu honum

Þurftu að brjóta rúðu til að bjarga honum – Drengurinn brosti út af eyrum allan tímann

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 30. apríl 2017 14:10

Þurftu að brjóta rúðu til að bjarga honum - Drengurinn brosti út af eyrum allan tímann

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Átján mánaða strákurinn Brandon Green læsti sig inni í bíl móður sinnar og hafði mjög gaman af. Móðirin var þó heldur áhyggjufull.

Kirsty, 27 ára, hafði farið með syni sínum í verslunarferð í heimabæ þeirra, Bude, syðst á Englandi. Að henni lokinni kom hún syni sínum fyrir í bílnum og skaust aftur út til að setja pokana í farangursrýmið. En í þann mund sem hún lokaði því, náði litli grallarinn að læsa sjálfan sig inni í bílnum – og lyklana með.

Til allrar hamingju fór allt á besta veg.
Kirsty og Brandon Til allrar hamingju fór allt á besta veg.

„Ég var dálítið áhyggjufull fyrst,“ útskýrir Kirsty í samtali við Mirror og bætir því við að hún hafi „brotið heilann um það hvernig hún ætti að opna bílinn.“

Fljótt varð þó ljóst að aðeins einn valmöguleiki væri í stöðunni: Kalla á hjálp. Nokkrir hjálpsamir vegfarendur lögðu Kirsty lið og síðan hringdi starfsmaður verslunarinnar í neyðarlínuna. Því næst kom slökkviliðsbíll á svæðið með tilheyrandi búnaði, stráknum til mikillar skemmtunar.

Hefði getað staðið í honum

Allt gekk vel í fyrstu. Slökkviliðsmennirnir reyndu í rólegheitum að brjóta upp lásinn með handverkfærum. Sjálf var Kirsty róleg yfir öllu saman; strákurinn virtist ekkert ætla að fara sér að voða.

Gangandi vegfarendur fylgdust spenntir með björgunaraðgerðum.
Frá björguninni Gangandi vegfarendur fylgdust spenntir með björgunaraðgerðum.

En síðan gjörbreytist staðan þegar Brandon stingur smámynt upp í sig og byrjar á japla á henni. Eins og kunnugt er geta slíkir hlutið vel staðið í ungum börnum.

„Á þeim tímapunkti byrjaði ég að örvænta,“ segir Kirsty. Hvað ef það stæði nú í honum?“ Slökkviliðsmennirnir hættu í framhaldinu að eiga við lásinn og brutu afturrúðu bílsins. Síðan náðu þeir að koma þeim litla út heilum að höldnu.

Stórkostleg skemmtun

Líkt og mörg önnur börn, hefur Brandon dálæti á slökkviliðsmönnum – það er bara eitthvað við þá sem heillar. Brandon hafði hið mesta yndi af björgunaraðgerðum og brosti út af eyrum allan tímann – þó að móðir hans hafi ekki brosað alveg eins breitt.

Þegar heim var komið varð þessi bíll að duga. Því miður var ekki hægt að leika sér með slökkviliðsbílinn
Kátur strákur Þegar heim var komið varð þessi bíll að duga. Því miður var ekki hægt að leika sér með slökkviliðsbílinn

Ekki var annað séð en að slökkviliðsmönnunum væri sjálfum skemmt að sjá litla kútinn svona uppveðraðan yfir aðgerðunum. Enda fara þeir ekki á hverjum degi í útköll sem þessi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Nýlegt

Gaf Díegó í jólagjöf
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Athyglissjúk stjörnuhjón og bótox

Vikan á Instagram – Athyglissjúk stjörnuhjón og bótox
Fókus
Í gær

Aþena Sól var frelsissvipt og pyntuð en vitnið þagði – „Ég elska að sjá þig þjást“

Aþena Sól var frelsissvipt og pyntuð en vitnið þagði – „Ég elska að sjá þig þjást“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nær óþekkjanleg Ellen DeGeneres á pöbb í Bretlandi

Nær óþekkjanleg Ellen DeGeneres á pöbb í Bretlandi