fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Fókus

Stjórnvöld notuðu Facebook til að dreifa fölskum fréttum

Skipulagðar tilraunir til að hafa áhrif á umræðuna með fölskum fréttum og áróðri

Ritstjórn DV
Laugardaginn 29. apríl 2017 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmörg dæmi eru um að stjórnvöld eða skipulagðir hópar hafi reynt að dreifa fölskum fréttum og misvísandi upplýsingum á Facebook. Jafnframt hafi með skipulögðum hætti verið stofnaðir fjöldi falskra aðganga á samfélagssíðunni sem reynt hafi verið að nota til að hafa áhrif á og stýra almenningsáliti með slíkum áróðri. Meðal annars varð Facebook vart við fjölda slíkra tilrauna í forsetakosningunum í Bandaríkjunum á síðasta ári.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem Facebook hefur sent frá sér. Þar er greint frá því að fjöldi falskra aðganga að Facebook hafi verið stofnaður þar sem upplýsingum sem stolið var af hökkuðum tölvupóstsaðgöngum á meðan að kosningabaráttan vestra stóð sem hæst. Þó er tiltekið að hlutfallslega hafi fjöldi slíkra aðganga að síðunni ekki verið mikill. Hins vegar er bent á að í aðgerðum fyrirtækisins til að vinna gegn dreifingu falsaðra og rangra upplýsinga hafi yfir 30.000 falski aðgangar að Facebook í Frakklandi verið teknir niður en þar eru kosningabaráttu fyrir forsetakosningar í fullum gangi.

Í skýrslunni segir að Facebook standi nú frammi fyrir þeirri áskorun að takast á við útsmognar tilraunir til að misnota miðilinn meðal annars til að hafa óeðlileg áhrif á umræður og blekkja fólk. Meðal annars sé það gert með fjöldadreifingu á rasísku myndefni á síðunni.

Facebook vinnur nú, að því er kemur fram í skýrslunni, að því að finna leiðir til að hafa hemil á útbreiðslu áróðurs af þessu tagi. Meðal annars sé unnið að því að smíða tól sem geti aðstoðað við að finna falskar fréttir og að skapa nýjar leiðir til að bregðast hraðar við þegar tilkynnt er um falska aðganga og spamm.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Nýlegt

Bellingham valinn bestur
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Athyglissjúk stjörnuhjón og bótox

Vikan á Instagram – Athyglissjúk stjörnuhjón og bótox
Fókus
Í gær

Aþena Sól var frelsissvipt og pyntuð en vitnið þagði – „Ég elska að sjá þig þjást“

Aþena Sól var frelsissvipt og pyntuð en vitnið þagði – „Ég elska að sjá þig þjást“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nær óþekkjanleg Ellen DeGeneres á pöbb í Bretlandi

Nær óþekkjanleg Ellen DeGeneres á pöbb í Bretlandi