fbpx
Föstudagur 18.apríl 2025
Fókus

Þetta lag er að fara vinna Eurovision: Eða svo segja sérfræðingar – heimspeki, ást, gleði og vísindi

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Miðvikudaginn 8. mars 2017 13:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Stuðlag er málið í ár segir Evrópa, nánast öll lönd búin að velja sér ballöður í ár og stuðlögin eru þau einu sem munu standa upp úr segja sérfræðingarnir úti,“ segir Þórunn Erna Clausen á Facebook um lagið sem talið er sigurstranglegast í ár. Margir halda því fram að búið sé að finna sigurvegarann og nú sé aðeins spurning hverjir raða sér í næstu sæti.

En hver er það sem er að fara sigra keppnina. Söngvarinn heitir Francesco Gabbani og keppir fyrir hönd Ítala. Lagið heitir Occidentali’s Karma og hefur vakið gríðarlega athygli á Youtube en tugir milljóna hafa horft á myndbandið.
Texti lagsins þykir einnig velheppnaður, þar er ort um ást og sorg en einnig vitnað í heimspeki og vísindi. Strax í byrjun lagsins er vitnað í sjálfan Shakespeare og heimspekinginn Erich Fromm og orð Hamlets danaprins: „Að vera eða ekki vera.“

Þá minnist hann á AA samtökin, og í viðlaginu má finna tilvísanir í buddisma. Í Metro er vitnað í aðdáendur sem hafa krufið textann: En hvað þýðir „panta rhei?“ eða allt flæðir? Vilja sérfræðingarnir tengja það við gríska heimspekinginn Herakleitos sem var einn af forverum Sókratesar. Hugmyndir hans voru helst tvær ef vitnað er í Wikipedia og hafa haft töluverð áhrif.

„Annarsvegar kenning hans um einingu andstæðna (vegurinn upp og vegurinn niður er einn og hinn sami) og að átök milli andstæðna orsaki sífelldar breytingar. Hinsvegar kenningin um að allt sé hverfullt. Síðari hugmyndin er merkileg að því leytinu til að menn höfðu verið gjarnir á að trúa á eitthvað sem væri eilíft fram til þessa.“

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=-OnRxfhbHB4&w=660&h=415]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg
Fókus
Fyrir 2 dögum

Áfallið þegar hún komst að því að Steven Tyler væri pabbi hennar

Áfallið þegar hún komst að því að Steven Tyler væri pabbi hennar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nína fór í matarbúð í Portúgal og tók eftir miklum mun – „Verðlag á Íslandi er óþarflega hátt“

Nína fór í matarbúð í Portúgal og tók eftir miklum mun – „Verðlag á Íslandi er óþarflega hátt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Valli notaði stjórnsemi til að reyna að laga son sinn – „Endalaus óbein skilaboð um að ég elskaði hann ekki og að hann væri ekki nógu góður“

Valli notaði stjórnsemi til að reyna að laga son sinn – „Endalaus óbein skilaboð um að ég elskaði hann ekki og að hann væri ekki nógu góður“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ingunni var nauðgað en hún bar harm sinn í hljóði – „Ég var að drekka og fann fyrir mikilli skömm“

Ingunni var nauðgað en hún bar harm sinn í hljóði – „Ég var að drekka og fann fyrir mikilli skömm“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Villtar játningar, dónalegir draumar og fullnægjandi fantasíur í játningarklefanum

Villtar játningar, dónalegir draumar og fullnægjandi fantasíur í játningarklefanum