fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Fókus

Konan að baki Justin Trudeau

Gagnrýnd fyrir að beina sjónum að karlmönnum á baráttudegi kvenna

Ritstjórn DV
Mánudaginn 27. mars 2017 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fáir þjóðarleiðtogar – að Guðna Th. Jóhannessyni forseta undanskildum – eru betur þokkaðir en Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada. Hann þykir einstaklega auðmjúkur og viðkunnanlegur. Hann hefur vakið athygli fyrir virðingu sína gagnvart mannréttindum og ekki síður femínísk viðhorf. Hann hefur að auki verið valinn á lista yfir kynþokkafyllstu stjórnmálamenn heims og var síðast á lista Vogue yfir kynþokkafyllstu menn í heimi.

Sophie er lærður jógakennari.
Liðug Sophie er lærður jógakennari.

Justin er giftur Sophie Grégorie en þar til mjög nýlega hefur lítið farið fyrir eiginkonu forsætisráðherrans geðþekka. Það var ekki fyrr en í síðustu viku sem Sophie lét á sér kræla með því að deila mynd af þeim hjónum á samfélagsmiðilinn Instagram í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Þar hvatti hún konur til að deila myndum af sér með mönnunum sínum í þeim tilgangi að fagna þeim karlmönnum í lífi sínu sem hvetja þær til að vera þær sjálfar og koma fram við þær af virðingu.

Sophie hlaut bágt fyrir uppátæki sitt og var skömmuð fyrir að beina sjónum að karlmönnum á þeim eina degi sem kastljósinu væri sérstaklega beint að konum. „Hvers vegna eigum við að fagna karlmönnum á baráttudegi kvenna?“ spurði Bibi Ebel í vinsælli athugasemd við myndina. Þetta er raunar ekki í fyrsta sinn sem hún lætur sig jafnréttismál varða, svo sem í Because I Am a Girl-verkefninu, en til þessa hefur það ekki hlotið viðlíka athygli og nú.

En hver er þessi kona, Sophie Grégorie Trudeau, ef frá er talin sú staðreynd að hún er eiginkona forsætisráðherra Kanada, og fyrir hvað stendur hún? Business Insider tók saman nokkra punkta.

Sophie taldi fyrst um sinn að Justin væri helst til viðkvæmur til að geta átt pólitískan feril. Annað hefur komið á daginn.
Í hlutverki Sophie taldi fyrst um sinn að Justin væri helst til viðkvæmur til að geta átt pólitískan feril. Annað hefur komið á daginn.

Mynd: EPA

• Hún fæddist í Sainte-Adéle í Quibec í Kanada og ólst upp í Mount Royal í Montreal. Hún er einkabarn, dóttir verðbréfasalans Jean Grégorie og hjúkrunarfræðingsins Estelle Blais. Hún hefur lýst því yfir að faðir sinn hafi kennt henni hvað það er að vera femínisti og innrætt henni trú á eigin getu, ekki síst líkamlegrar.

• Hún útskrifaðist með BA-gráðu í boðskiptum frá McGill University í Montreal.

• Sophie vann á fréttastofu áður en hún nældi í stöðu sem kynnir í sjónvarpi. Hún vann sem fréttamaður í vinsælasta skemmtiþætti Kanda, eTalk.

• Hún hefur opinberlega rætt um baráttu sína við átröskunarsjúkdóminn lotugræðgi, sem hún glímdi við á yngri árum. Hún hefur þakkað foreldrum sínum bata sinn.

• Þau Justin hittust fyrst, allavega opinberlega, í júní 2003, þegar þau sáu saman um samkvæmi á vegum Mercedes Benz, sem haldið var til styrktar góðu málefni. Þau náðu vel saman, að hennar sögn, og það neistaði á milil þeirra. „Ég fann að þetta væri einhver sem ég yrði að taka alvarlega.“ Hún ku hafa sent honum tölvupóst nokkrum dögum síðar en honum svaraði hann aldrei.

• Seinna um sumarið hittust þau aftur, fyrir tilviljun. Þá bauð Justin henni á stefnumót. Hún áttaði sig þá á því að hann væri rétti maðurinn fyrir hana. „Í fyrsta lagi er hún glæsileg kona, eins og þið sjáið á myndum,“ sagði Justin eitt sinn í viðtali um konuna sína. „En hún er líka indæl og sönn.“ Hann sagði hana afar greinda og að hún hefði gildi sem ekki yrði höggi á komið.

Sophie ásamt Michelle Obama.
Glæsilegar Sophie ásamt Michelle Obama.

Mynd: EPA

• Sophie þekkti til fjölskyldu Trudeau frá unga aldri en hún var vinkona yngri bróður Justins, Michel. Hann lést í snjóflóði árið 1998, þá 23 ára gamall.

• Justin, sem virðist vera afar rómantískur, segist hafa sagt við hana á þeirra fyrsta stefnumóti að loksins væri hún komin, konan sem hann hefði beðið eftir í 32 ár. „Ég hélt þú ætlaðir aldrei að koma. Ég er búinn að bíða eftir þér allt mitt líf. Þú ert það sem ég hef beðið eftir.“

• Parið gifti sig í maí 2005. Athöfnin þótti í senn glæsileg og látlaus, þótt brúðurin hafi mætt til kirkju í Rolls-Royce Phantom bifreið. Eftir athöfnina óku þau á brott á Mercedes-Benz 300SL bifreið föður brúðgumans, en bíllinn er árgerð 1960. Sama ár voru blikur á lofti um stjórnmálaferil Justins. „Ég veit að það gæti orðið og það gæti ekki orðið. Fyrir mér er þetta of fjarlægt til þess að ég fari að setja mig í stellingar,“ sagði hún og bætti við: „En ég hef fulla trú á því að ég geti aðlagast og tekist á við slíka áskorun.“ Hún sagðist hafa fulla trú á dómgreind Justins og heiðarleika, en að hann væri stundum of viðkvæmur. Það hræddi hana.

Hér er myndin við færsluna umdeildu, þar sem Sophie hvatti konur, á baráttudegi kvenna, til að fagna körlunum í lífi sínu.
Umdeild færsla Hér er myndin við færsluna umdeildu, þar sem Sophie hvatti konur, á baráttudegi kvenna, til að fagna körlunum í lífi sínu.

• Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Hún hefur þótt standa sig með sóma, eins og maður hennar, og hitt ýmis fyrirmenni í hlutverki sínu. Þeirra á meðal má nefna Barack og Michelle Obama sem og Elísabetu Englandsdrottningu.

• Þeim hjónum hefur orðið þriggja barna auðið. Þau eiga Ellu-Grace, Hadrien og Xavier.

• Sophie hefur helgað starfskrafta sína mannúðarmálum. Sérstaklega hefur hún beitt sér fyrir réttindum kvenna, andlegri heilsu fólks og hreinu drykkjarvatni þeirra sem ekki hafa aðgang að slíku.

• Sophie er lærður jógakennari og hefur listræna hæfileika. Hún þykir þannig frambærilegur málari. Þau hjónin stunda auk þess fjölbreytta útivist, svo sem hjólreiðar, bátsferðir og skíði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“